Rio vill sjá Man. United opna veskið og láta Sancho fá sjöuna Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 18:00 Rio hefur getið sér gott orð sem spekingur hjá BT Sport eftir að skórnir fóru upp í hillu. vísir/getty Rio Ferdinand, sem varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United, vill að félagið opni veskið duglega í sumar og kaupi þrjá afar sterka leikmenn til félagsins. Vonir stóðu til að United myndi fara mikinn á markaðnum í sumar en svo skall kórónuveiran á. Þó er talið að fjárhagsstaða United sé ansi sterk og þeir geti enn verslað leikmenn í sumar og hjálpað Ole Gunnar Solskjær að byggja upp nýtt lið. Rio var gestur í hlaðvarpi Robbie Savage á BBC Radio 5 þar sem hann var spurður hvaða leikmenn hann vill sjá koma til Rauðu Djöflanna í sumar. „Sancho, Koulibaly og Saul Niguez,“ sagði Ferdinand og var ekki lengi að hugsa sig um. „Ég hef einnig heyrt af sögusögnum um Harry Kane en ef ég er að sækjast eftir framherja myndi ég taka Sancho. Hann gefur þér hugmyndaflug og þetta krydd sem er ekki í liðinu í augnablikinu.“ „Ég myndi gefa Sancho sjöuna. Hann er þannig karakter. Hann er smá hrokafullur og það er það sem þú vilt inni á fótboltavellinum svo ég myndi láta hann fá sjöuna og setja pressuna á hann.“ Sancho spilar hjá Dortmund og hefur verið mikið orðaður burt frá félaginu og sömu sögu má segja af Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Saul Niguez er samningsbundinn Atletico Madrid. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Rio Ferdinand, sem varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United, vill að félagið opni veskið duglega í sumar og kaupi þrjá afar sterka leikmenn til félagsins. Vonir stóðu til að United myndi fara mikinn á markaðnum í sumar en svo skall kórónuveiran á. Þó er talið að fjárhagsstaða United sé ansi sterk og þeir geti enn verslað leikmenn í sumar og hjálpað Ole Gunnar Solskjær að byggja upp nýtt lið. Rio var gestur í hlaðvarpi Robbie Savage á BBC Radio 5 þar sem hann var spurður hvaða leikmenn hann vill sjá koma til Rauðu Djöflanna í sumar. „Sancho, Koulibaly og Saul Niguez,“ sagði Ferdinand og var ekki lengi að hugsa sig um. „Ég hef einnig heyrt af sögusögnum um Harry Kane en ef ég er að sækjast eftir framherja myndi ég taka Sancho. Hann gefur þér hugmyndaflug og þetta krydd sem er ekki í liðinu í augnablikinu.“ „Ég myndi gefa Sancho sjöuna. Hann er þannig karakter. Hann er smá hrokafullur og það er það sem þú vilt inni á fótboltavellinum svo ég myndi láta hann fá sjöuna og setja pressuna á hann.“ Sancho spilar hjá Dortmund og hefur verið mikið orðaður burt frá félaginu og sömu sögu má segja af Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Saul Niguez er samningsbundinn Atletico Madrid.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira