Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2020 22:00 Flugvöllurinn við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports. Mynd/Kalaallit Airports. Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. Ístak er í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld hafa boðið að taka þátt í útboðinu. Grafískt myndband af aðflugi til vallarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur til þessa verið aðalflugvöllur Suður-Grænlands en þangað er áætlunarflug á sumrin frá Reykjavík. Þaðan þarf hins vegar að sigla í tvo tíma til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Grænlendingar gera ráð fyrir að þotur sem þurfa styttri braut, eins og Airbus A220, geti notað Qaqortoq-flugvöll.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensk stjórnvöld undirbúa því gerð flugvallar skammt utan við bæinn. Þar er gert ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut og 30 metra breiðri, sem gæti tekið við smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Eftir forval hafa fimm verktakafyrirtæki nú fengið boð um að gera tilboð í verkið og er Ístak í þeim hópi í samstarfi við eiganda sinn, danska verktakafyrirtækið Aarsleff, að því er Sermitsiaq greinir frá. Tilboð verða opnuð í maí og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í sumar en Qaqortoq-flugvöllurinn á að vera tilbúinn í árslok 2023. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en flugvöllurinn í Qaqortoq verður með 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallargerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma.Sjá viðtal við Kim Kielsen hér: Flugvallauppbygging Grænlands að hefjast Síðastliðið haust var byrjað að sprengja fyrir 2.200 metra langri flugbraut við höfuðstaðinn Nuuk og á dögunum var hafist handa við flugvallargerð í Ilulissat en þar verður einnig lögð 2.200 metra braut. Þessu til viðbótar áforma Grænlendingar gerð átta smærri innanlandsvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. Ístak er í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld hafa boðið að taka þátt í útboðinu. Grafískt myndband af aðflugi til vallarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur til þessa verið aðalflugvöllur Suður-Grænlands en þangað er áætlunarflug á sumrin frá Reykjavík. Þaðan þarf hins vegar að sigla í tvo tíma til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Grænlendingar gera ráð fyrir að þotur sem þurfa styttri braut, eins og Airbus A220, geti notað Qaqortoq-flugvöll.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensk stjórnvöld undirbúa því gerð flugvallar skammt utan við bæinn. Þar er gert ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut og 30 metra breiðri, sem gæti tekið við smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Eftir forval hafa fimm verktakafyrirtæki nú fengið boð um að gera tilboð í verkið og er Ístak í þeim hópi í samstarfi við eiganda sinn, danska verktakafyrirtækið Aarsleff, að því er Sermitsiaq greinir frá. Tilboð verða opnuð í maí og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í sumar en Qaqortoq-flugvöllurinn á að vera tilbúinn í árslok 2023. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en flugvöllurinn í Qaqortoq verður með 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallargerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma.Sjá viðtal við Kim Kielsen hér: Flugvallauppbygging Grænlands að hefjast Síðastliðið haust var byrjað að sprengja fyrir 2.200 metra langri flugbraut við höfuðstaðinn Nuuk og á dögunum var hafist handa við flugvallargerð í Ilulissat en þar verður einnig lögð 2.200 metra braut. Þessu til viðbótar áforma Grænlendingar gerð átta smærri innanlandsvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40