Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra en 7,8 milljarða árið áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 20:24 Stjórn bankans leggur til tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2020, eða sem nemur 5,5 krónum á hlut. Vísir/vilhelm Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð króna á síðasta ári samanborið við 7,78 milljarða árið 2018. Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna en bankinn hagnaðist um 1,6 milljarð á sama tímabili árið áður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Í tilkynningu segir að niðurfærsla eigna og erfiðleikar í rekstri dótturfélaga í söluferli hafi haft neikvæð áhrif á afkomu bankans bæði á fjórða ársfjórðungi og fyrir allt árið 2019. Sjá einnig: Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,8% á fjórða ársfjórðungi 2019, samanborið við 3,2% jákvæða arðsemi eigin fjár á sama tímabili 2018. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi nam 5,2 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi og 14 milljörðum króna á árinu 2019, samanborið við 2,1 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2018 og 8,9 milljarða árið áður. Þá segir í tilkynningu að sala á hluta íbúðalánasafns bankans á fjórða ársfjórðungi hafi haft jákvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs 2019. Þá greiddi Arion banki arð og keypti eigin bréf fyrir samtals 12,4 milljarða króna á árinu 2019. Stjórn leggur til tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2020, eða sem nemur 5,5 krónum á hlut. Heildareignir Arion banka námu 1.082 milljörðum króna í árslok 2019, samanborið við 1.164 milljarða króna í árslok 2018. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion.Arion Dótturfélög þung í skauti Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningu að skipulags- og áherslubreytingar sem ráðist var í undir lok þriðja ársfjórðungs hafi skilað árangri. Bankinn sagði til að mynda upp um hundrað starfsmönnum í lok september í fyrra. „[…] því Arion banki hagnast um 5,2 milljarða króna af áframhaldandi starfsemi á fjórðungnum, sem er besti fjórðungur ársins 2019. Vaxtamunur hefur hækkað og dregið hefur úr rekstrarkostnaði á sama tíma og bankinn hefur fengið endurgreidd óarðbær útlán og greitt upp dýra fjármögnun. Góður vöxtur er einnig í afkomu tryggingastarfsemi og höfum við miklar væntingar til áframhaldandi samstarfs við Vörð, viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Það er því margt í rekstri bankans sem lofar góðu varðandi framhaldið,“ segir Benedikt í tilkynningu. Félög „sem bankinn er með í sölumeðferð“ hafi hins vegar reynst þung í skauti á árinu. Að teknu tilliti til neikvæðra áhrifa þeirra sé hagnaður bankans á árinu 2019 aðeins 1,1 milljarður króna og tap á fjórða ársfjórðungi. „Valitor er eitt þessara félaga en undir árslok ákvað stjórn þess að ráðast í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að markmiði að styrkja kjarnarekstur félagsins og draga úr fjárfestingarþörf. Áætlanir Valitor fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að félagið skili jákvæðri afkomu fyrir afskriftir og fjármagnsliði,“ segir Benedikt. Þá sé eiginfjárstaða bankans áfram mjög sterk. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð króna á síðasta ári samanborið við 7,78 milljarða árið 2018. Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna en bankinn hagnaðist um 1,6 milljarð á sama tímabili árið áður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Í tilkynningu segir að niðurfærsla eigna og erfiðleikar í rekstri dótturfélaga í söluferli hafi haft neikvæð áhrif á afkomu bankans bæði á fjórða ársfjórðungi og fyrir allt árið 2019. Sjá einnig: Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,8% á fjórða ársfjórðungi 2019, samanborið við 3,2% jákvæða arðsemi eigin fjár á sama tímabili 2018. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi nam 5,2 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi og 14 milljörðum króna á árinu 2019, samanborið við 2,1 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2018 og 8,9 milljarða árið áður. Þá segir í tilkynningu að sala á hluta íbúðalánasafns bankans á fjórða ársfjórðungi hafi haft jákvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs 2019. Þá greiddi Arion banki arð og keypti eigin bréf fyrir samtals 12,4 milljarða króna á árinu 2019. Stjórn leggur til tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2020, eða sem nemur 5,5 krónum á hlut. Heildareignir Arion banka námu 1.082 milljörðum króna í árslok 2019, samanborið við 1.164 milljarða króna í árslok 2018. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion.Arion Dótturfélög þung í skauti Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningu að skipulags- og áherslubreytingar sem ráðist var í undir lok þriðja ársfjórðungs hafi skilað árangri. Bankinn sagði til að mynda upp um hundrað starfsmönnum í lok september í fyrra. „[…] því Arion banki hagnast um 5,2 milljarða króna af áframhaldandi starfsemi á fjórðungnum, sem er besti fjórðungur ársins 2019. Vaxtamunur hefur hækkað og dregið hefur úr rekstrarkostnaði á sama tíma og bankinn hefur fengið endurgreidd óarðbær útlán og greitt upp dýra fjármögnun. Góður vöxtur er einnig í afkomu tryggingastarfsemi og höfum við miklar væntingar til áframhaldandi samstarfs við Vörð, viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Það er því margt í rekstri bankans sem lofar góðu varðandi framhaldið,“ segir Benedikt í tilkynningu. Félög „sem bankinn er með í sölumeðferð“ hafi hins vegar reynst þung í skauti á árinu. Að teknu tilliti til neikvæðra áhrifa þeirra sé hagnaður bankans á árinu 2019 aðeins 1,1 milljarður króna og tap á fjórða ársfjórðungi. „Valitor er eitt þessara félaga en undir árslok ákvað stjórn þess að ráðast í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að markmiði að styrkja kjarnarekstur félagsins og draga úr fjárfestingarþörf. Áætlanir Valitor fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að félagið skili jákvæðri afkomu fyrir afskriftir og fjármagnsliði,“ segir Benedikt. Þá sé eiginfjárstaða bankans áfram mjög sterk.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00
Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28
Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00