Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:45 Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á Rofaborg hefur áhyggjur af kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Vísir/Baldur Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira