Viðskipti innlent

DNB hætt viðskiptum við Samherja

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norski bankinn DNB lokaði á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti.
Norski bankinn DNB lokaði á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Vísir/EPA

NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja.

Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010.

Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í nóvember að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakana um spillingu í Namibíu.

Í frétt RÚV um málið er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Samherja, að viðskiptum Samherja við bankann hafi verið hætt um áramótin og að unnið hafi verið að því í nokkurn tíma að DNB yrði ekki hluti af bankaviðskiptum Samherja. Þá hafi viðskipti Samherja við DNB verið lítil þegar viðskiptunum var slitið. Samskipti Samherha við aðra banka sé óbreytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×