Auðlind í eigu þjóðar? Arnar Snær Ágústsson skrifar 12. febrúar 2020 15:00 Hræðsla við að ræða kerfið? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. Í raun svo mikil viðbrögð að í fyrsta skipti í sögu Alþingis kaus ráðherra gegn skýrslubeiðni minnihlutans. Það er afar sjaldgæft að þingmenn greiði atkvæði gegn skýrslubeiðnum, enda eru þær í eðli sínu upplýsinga- og aðhaldstæki minnihlutans. Hver var tilgangurinn með þessari andstöðu? Er eitthvað sem ekki má koma fram eða má bara ekki ræða um fiskveiðistjórnunarkerfið? Núverandi sjávarútvegsráðherra svaraði þingmanni Viðreisnar á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þar benti ráðherra á að sjálfstæðismenn hefðu þegið sæti í þverpólitískri nefnd skipuð af forvera hans um gjaldtöku í sjávarútvegi. Síðan þá hefur reyndar lítið gerst. Því veltir maður fyrir sér hvers vegna sjálfstæðismenn hafa ekkert aðhafst, verandi með sjávarútvegsráðuneytið síðan 2017. Eru þeir hræddir við að ræða um gjaldtöku í sjávarútvegi? Er kerfið gott? Það er ekki annað en sanngjarnt að segja að almennt séð hafi fiskveiðistjórunarkerfið verið farsælt og skilað miklu inn í þjóðarbúið. En það er fjarri að segja að þetta kerfi sé gallalaust, það ýtir undir mikla samþjöppun og margar byggðir hafa verið skildar eftir í sárum vegna þess. Atburðir síðustu missera gefa líka tækifæri til að endurskoða gjaldtöku. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virðast reiðubúin að leita á önnur mið og kaupa fisk annars staðar á hærra verði en hér heima. Eru þau að gefa í skyn að íslenski fiskurinn sé verri söluvara? Endurspeglar þetta ekki frekar þörfina á að endurskoða gjaldtöku í sjávarútvegi á Íslandi? Hver er svo betri í að meta verðmæti sjávarafurða en sjávarútvegsfyrirtækin sjálf? Hvers vegna eru markaðslögmál ekki viðhöfð í sjávarútvegi eins og annars staðar í þjóðfélaginu? Hvers vegna ekki að leyfa fyrirtækjum i sjávarútvegi að bjóða í veiðiheimildir? Almenningur fengi þá sanngjarnt gjald af auðlindinni og sjávarútvegsfyrirtækin þyrftu ekki að kvíða því að handahófskenndar álögur stjórnmálamanna á greinina gætu keyrt þau í kaf. Núverandi kerfi virðist frekar verja sérhagsmuni heldur en almannahagsmuni þjóðarinnar. Það er jú þjóðin sem á auðlindina, ekki fyrirtæki í sjávarútvegi. Umræðan um lýðskrum Sjálfstæðisflokkurinn virðist skíðlogandi hræddur við opna umræðu um málaflokkinn. Fyrst hann berst gegn eðlilegu upplýsingaflæði og hrópar „lýðskrum“ við skýrslubeiðni minnihlutans. Nærtækara væri að horfa í eigin barm og athuga lýðskrumið sem felst í að sverta orðspor Mannréttindadómstóls Evrópu líkt og þau hafa keppst við að gera síðustu vikuna. Við sem kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að opinber kerfi séu skýr og gegnsæ. Gaslýsing og leikrit í sölum Alþingis er engum til framdráttar. Höfundur er gjaldkeri Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Hræðsla við að ræða kerfið? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. Í raun svo mikil viðbrögð að í fyrsta skipti í sögu Alþingis kaus ráðherra gegn skýrslubeiðni minnihlutans. Það er afar sjaldgæft að þingmenn greiði atkvæði gegn skýrslubeiðnum, enda eru þær í eðli sínu upplýsinga- og aðhaldstæki minnihlutans. Hver var tilgangurinn með þessari andstöðu? Er eitthvað sem ekki má koma fram eða má bara ekki ræða um fiskveiðistjórnunarkerfið? Núverandi sjávarútvegsráðherra svaraði þingmanni Viðreisnar á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þar benti ráðherra á að sjálfstæðismenn hefðu þegið sæti í þverpólitískri nefnd skipuð af forvera hans um gjaldtöku í sjávarútvegi. Síðan þá hefur reyndar lítið gerst. Því veltir maður fyrir sér hvers vegna sjálfstæðismenn hafa ekkert aðhafst, verandi með sjávarútvegsráðuneytið síðan 2017. Eru þeir hræddir við að ræða um gjaldtöku í sjávarútvegi? Er kerfið gott? Það er ekki annað en sanngjarnt að segja að almennt séð hafi fiskveiðistjórunarkerfið verið farsælt og skilað miklu inn í þjóðarbúið. En það er fjarri að segja að þetta kerfi sé gallalaust, það ýtir undir mikla samþjöppun og margar byggðir hafa verið skildar eftir í sárum vegna þess. Atburðir síðustu missera gefa líka tækifæri til að endurskoða gjaldtöku. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virðast reiðubúin að leita á önnur mið og kaupa fisk annars staðar á hærra verði en hér heima. Eru þau að gefa í skyn að íslenski fiskurinn sé verri söluvara? Endurspeglar þetta ekki frekar þörfina á að endurskoða gjaldtöku í sjávarútvegi á Íslandi? Hver er svo betri í að meta verðmæti sjávarafurða en sjávarútvegsfyrirtækin sjálf? Hvers vegna eru markaðslögmál ekki viðhöfð í sjávarútvegi eins og annars staðar í þjóðfélaginu? Hvers vegna ekki að leyfa fyrirtækjum i sjávarútvegi að bjóða í veiðiheimildir? Almenningur fengi þá sanngjarnt gjald af auðlindinni og sjávarútvegsfyrirtækin þyrftu ekki að kvíða því að handahófskenndar álögur stjórnmálamanna á greinina gætu keyrt þau í kaf. Núverandi kerfi virðist frekar verja sérhagsmuni heldur en almannahagsmuni þjóðarinnar. Það er jú þjóðin sem á auðlindina, ekki fyrirtæki í sjávarútvegi. Umræðan um lýðskrum Sjálfstæðisflokkurinn virðist skíðlogandi hræddur við opna umræðu um málaflokkinn. Fyrst hann berst gegn eðlilegu upplýsingaflæði og hrópar „lýðskrum“ við skýrslubeiðni minnihlutans. Nærtækara væri að horfa í eigin barm og athuga lýðskrumið sem felst í að sverta orðspor Mannréttindadómstóls Evrópu líkt og þau hafa keppst við að gera síðustu vikuna. Við sem kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að opinber kerfi séu skýr og gegnsæ. Gaslýsing og leikrit í sölum Alþingis er engum til framdráttar. Höfundur er gjaldkeri Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar