Erlent

Jussi­e Smollett á­kærður á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Jussie Smollett ræddi við fjölmiðla í mars á síðasta ári eftir að ákæra á hendur honum var felld niður.
Jussie Smollett ræddi við fjölmiðla í mars á síðasta ári eftir að ákæra á hendur honum var felld niður. Getty

Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann Jussie Smollett fyrir að hafa logið á að lögreglu.

Smollett, sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire, heldur því fram að hann hafi verið fórnarlamb líkamsárásar í Chicago í janúar á síðasta ári sem hafi skýrst af kynþátta- og hommahatri árásarmannanna tveggja.

Lögregla sakar Smollett hins vegar um að hafa sett árásina á svið til að vekja athygli á sjálfum sér og leiklistarferli sínum. Smollett hefur hafnað þeim ásökunum.

Sagðir hafa vísað í slagorð Trump

Þegar fyrst var greint frá árásinni kom fram að Smollett hafi verið kýldur í framan af tveimur grímuklæddum mönnum og þeir hellt óþekktu efni yfir hann og komið reipi um hálsinn hans.

Sagði Smollett lögreglu frá því að árásarmennirnir hafi þegar árásin stóð yfir vísað í slagorð Donald Trump Bandaríkjaforseta um að gera Bandaríkin stórfengleg á ný – Make America Great Again.

Smollett var hins vegar sjálfur handtekinn í febrúar á síðasta ári, eftir að lögregla sakaði leikarann um að greiða tveimur bræðrum summu fyrir að ráðast á sig og þannig vekja athygli á leiklistarferli sínum, en hann á að hafa verið óánægður með launin sín.

Málið tekið upp á ný

Fyrri ákæra á hendur hendur Smollett var hins vegar felld niður í mars síðastliðinn.

Saksóknarinn Dan Webb greindi frá því í yfirlýsingu í gær að ákæran nú sé í sex liðum. Saksóknari tók málið upp í ágúst þar sem honum var falið að rannsaka hvernig lögregla í Chicago tók á málinu.


Tengdar fréttir

Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn

Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×