Innlent

Í­búar Suður­eyrar beðnir um að halda sig frá til­teknum götum og svæðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki er ráðlegt að vera á ferli við meðal annars Skólagötu á Suðureyri.
Ekki er ráðlegt að vera á ferli við meðal annars Skólagötu á Suðureyri. helga konráðsdóttir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns.

Um er að ræða varúðarráðstöfun að því er segir í tilkynningu almannavarnadeildarinnar en mikil snjóflóðahætta er enn á norðanverðum Vestfjörðum.

Að minnsta kosti tvö snjóflóð hafa fallið í Súgandafirði síðastliðinn sólarhring eða þar um bil.

Annað flóðið var mjög stórt og olli flóðbylgju þannig að sjór flæddi inn á hafnarsvæði Suðureyrar auk þess sem sjór skall á íbúðarhúsum sem standa við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum

Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé.

Annað snjóflóð féll í Súgandafirði

Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×