„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 11:04 Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, í samhæfingarstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira