Hugur ráðherra hjá Vestfirðingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 09:59 Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Skógarhlíð í morgun. Með þeim er Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Samhæfingarstöð í Skógarhlið í Reykjavík var virkjuð vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld og er enn að störfum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, litu þar við á tíunda tímanum í morgun. Neyðarstigi var lýst yfir vegna snjóflóðanna og tók aðgerðastjórn á Ísafirði til starfa klukkan 23:44 í gærkvöld. Tólf mínútum síðar var búið að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð, þar sem „samhæfing aðgerða“ fer fram.Sjá einnig: Aukafréttatími í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni Í mörg horn hefur verið að líta; björgunarsveitir voru kallaðar út, Varðskipið Þór flutti menn, vistir og slasaða unglingsstúlku, huga hefur þurft að veðri og færð auk þess sem Rauði krossinn hefur unnið að uppsetningu fjöldahjálparstöðvar. Áslaug Arna tjáði sig stuttlega um snjóflóðin á Twittersíðu sinni í morgun. Þar sagði hún björgunarfólk hafa unnið þrekvirki þegar það bjargaði unglingsstúlkunni úr öðru flóðinu, hugur ráðherrans sé hjá Flateyringum, öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum. Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 15, 2020 Nánar verður rætt við ráðherrana í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Útsendingin hefst klukkan tólf og verður hægt að nálgast útsendinguna hér. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Samhæfingarstöð í Skógarhlið í Reykjavík var virkjuð vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld og er enn að störfum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, litu þar við á tíunda tímanum í morgun. Neyðarstigi var lýst yfir vegna snjóflóðanna og tók aðgerðastjórn á Ísafirði til starfa klukkan 23:44 í gærkvöld. Tólf mínútum síðar var búið að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð, þar sem „samhæfing aðgerða“ fer fram.Sjá einnig: Aukafréttatími í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni Í mörg horn hefur verið að líta; björgunarsveitir voru kallaðar út, Varðskipið Þór flutti menn, vistir og slasaða unglingsstúlku, huga hefur þurft að veðri og færð auk þess sem Rauði krossinn hefur unnið að uppsetningu fjöldahjálparstöðvar. Áslaug Arna tjáði sig stuttlega um snjóflóðin á Twittersíðu sinni í morgun. Þar sagði hún björgunarfólk hafa unnið þrekvirki þegar það bjargaði unglingsstúlkunni úr öðru flóðinu, hugur ráðherrans sé hjá Flateyringum, öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum. Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 15, 2020 Nánar verður rætt við ráðherrana í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Útsendingin hefst klukkan tólf og verður hægt að nálgast útsendinguna hér.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23
Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00