Björgunarsveitir fengu útköll um á tíunda og ellefta tímanum í kvöld um ferðamenn sem höfðu fest bíla sína á vegum sem lokað var fyrr í dag.
Annars vegar hafði ökumaður fest bíl á Mosfellsheiði og hins vegar hafði annar ökumaður fest bíl á Grafningsafleggjara. Í öðru tilfelli er staðfest að viðkomandi var á bílaleigubíl.
Þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, skömmu fyrir klukkan 23 var björgunarsveitarfólk búið að koma til bjargar og sækja báða bílana.
