Guðmundur um varnarleik Dana sem hann bjó til, markvörsluna og meiðslasögu Arons Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2020 21:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, valdi í dag þá sautján leikmenn sem fara með Íslandi á EM sem hefst um næstu helgi. Ísland er í riðli með Danmörku, Ungverjalandi og Rússlandi og má segja að þetta sé dauðariðillinn á mótinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Guðmund eftir blaðamannafundinn í dag og Guðmundur byrjaði á að fara yfir riðilinn. „Það er ljóst að þetta er erfiðasti riðillinn. Þetta eru allt frábær lið. Þannig dróst þetta núna og heims- og Ólympíumeistarar Dana bíða í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Það er ekki einfalt verkefni en það er mjög áhugavert verkefni, sérstaklega fyrir mig. Ég þjálfaði þetta lið í þrjú og er búinn að skoða þá býsna vel. Það verður hörku viðureign.“ „Síðan erum við búnir að skoða Rússana mjög vel líka og ég var mjög hrifinn af þeim á HM í Þýskalandi í fyrra. Þeir eru mun betri í dag og eru með gífurlega breidd. Þeir eru með stóra leikmenn og agressívir.“ „Þeir gera mjög ítrekaðar árásir á varnir andstæðinganna og hafa marga sterka menn í það. Ungverjar eru síðan lið sem eru alltaf erfiðir. Það er alveg sama hvenær maður spilar við þá.“ „Það var alltaf vesen með Ungverja hjá okkur Íslandi og ég tapaði fyrir þeim þegar ég var með Danina. Þetta er svakalega mikil handboltaþjóð og eiga stóra og líkamlega sterka leikmenn.“ Nokkur meiðsli hafa herjað á íslenska liðsins í undirbúningnum. Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson og Bjarki Már Elísson hafa verið meiddir. „Það lítur mjög vel út með Aron og það gekk mjög vel á æfingunni áðan. Hann mun æfa meira á morgun og síðan á fullu frá og með morgundeginum.“ „Elvar er að koma til og sjúkraþjálfararnir hafa trú á því að hann verði klár á laugardaginn. Bjarki var með á æfingunni svo menn eru bjartsýnir en það verður að koma í ljós er inn í mótið er komið.“ Aron hefur verið mikið meiddur á undanförnum stórmótum og hefur ekki klárað stórmót síðan 2012. „Þetta fylgir þessu. Það hefur oft mikið mætt á honum. Hann er lykilmaður í liðinu og við verðum að gera sem við getum til að minnka á honum álagið þegar út í þetta er komið.“ „Þetta er gríðarlega erfið keppni og það góða við riðilinn núna er að það kemur dagur á milli leikjanna. Það er jákvætt og hefur hentað okkur vel. Við erum með minni breidd en mörg önnur landslið heims. Þá er hvíldin kærkomin.“ Guðmundur fylgist með sínum mönnum.vísir/getty Vörn og markvarsla er þekkt stærð í handboltanum og Guðmundur segir að mikilvægi markmanna hafi aukist að undanförnu. „Það er alveg ljóst að markvarsla í handbolta er gríðarlega mikilvæg. Það hefur verið að þróast þannig að það er orðið enn meira áberandi á síðustu árum. Handboltinn hefur verið að breytast.“ „Mér finnst sóknargeta leikmanna alltaf að vera aukast. Skottækni hefur fleytt fram. Þetta segir okkur að það mæðir enn meira á markvörðunum. Þess vegna er þetta ein mikilvægasta staðan.“ „Við förum inn í þetta með einn reyndan og einn kornungan. Við höfum trú á því að hann sé framtíðarmarkvörður liðsins og höfum trú á því að þeir standi sig vel. Við þurfum líka spila góða vörn fyrir framan þá.“ Guðmundur þjálfaði Dani frá 2014 til 2017 og vörn Dana hefur lítið breyst síðan þá. „Ég tel mig hafa lausnir en það verður að koma í ljós hvernig tekst að útfæra þær. Ég er búinn að liggja yfir þessu og spekúlera í þetta. Auðvitað tel ég mig vita hvað á að gera.“ „Það verður svo að koma í ljós. Það er best að lofa ekki neinu en við erum búnir að vinna eftir því plani undanfarna daga að spila á ákveðinn hátt,“ en Guðmundur segir að það sé rétt að þeir hafi engu breytt í varnarleiknum. „Þeir spiluðu nákvæmlega sömu vörn á HM. Ég þekki hvernig þeir bregðast við og ég er búinn að vera skoða það vel núna. Það hafa verið smá áherslubreytingar milli leikja en við teljum okkur hafa svör.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir „Sveinn er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár“ Sveinn Jóhannsson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. 7. janúar 2020 16:45 Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Svona var blaðamannafundur Guðmundar Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 17:45 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, valdi í dag þá sautján leikmenn sem fara með Íslandi á EM sem hefst um næstu helgi. Ísland er í riðli með Danmörku, Ungverjalandi og Rússlandi og má segja að þetta sé dauðariðillinn á mótinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Guðmund eftir blaðamannafundinn í dag og Guðmundur byrjaði á að fara yfir riðilinn. „Það er ljóst að þetta er erfiðasti riðillinn. Þetta eru allt frábær lið. Þannig dróst þetta núna og heims- og Ólympíumeistarar Dana bíða í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Það er ekki einfalt verkefni en það er mjög áhugavert verkefni, sérstaklega fyrir mig. Ég þjálfaði þetta lið í þrjú og er búinn að skoða þá býsna vel. Það verður hörku viðureign.“ „Síðan erum við búnir að skoða Rússana mjög vel líka og ég var mjög hrifinn af þeim á HM í Þýskalandi í fyrra. Þeir eru mun betri í dag og eru með gífurlega breidd. Þeir eru með stóra leikmenn og agressívir.“ „Þeir gera mjög ítrekaðar árásir á varnir andstæðinganna og hafa marga sterka menn í það. Ungverjar eru síðan lið sem eru alltaf erfiðir. Það er alveg sama hvenær maður spilar við þá.“ „Það var alltaf vesen með Ungverja hjá okkur Íslandi og ég tapaði fyrir þeim þegar ég var með Danina. Þetta er svakalega mikil handboltaþjóð og eiga stóra og líkamlega sterka leikmenn.“ Nokkur meiðsli hafa herjað á íslenska liðsins í undirbúningnum. Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson og Bjarki Már Elísson hafa verið meiddir. „Það lítur mjög vel út með Aron og það gekk mjög vel á æfingunni áðan. Hann mun æfa meira á morgun og síðan á fullu frá og með morgundeginum.“ „Elvar er að koma til og sjúkraþjálfararnir hafa trú á því að hann verði klár á laugardaginn. Bjarki var með á æfingunni svo menn eru bjartsýnir en það verður að koma í ljós er inn í mótið er komið.“ Aron hefur verið mikið meiddur á undanförnum stórmótum og hefur ekki klárað stórmót síðan 2012. „Þetta fylgir þessu. Það hefur oft mikið mætt á honum. Hann er lykilmaður í liðinu og við verðum að gera sem við getum til að minnka á honum álagið þegar út í þetta er komið.“ „Þetta er gríðarlega erfið keppni og það góða við riðilinn núna er að það kemur dagur á milli leikjanna. Það er jákvætt og hefur hentað okkur vel. Við erum með minni breidd en mörg önnur landslið heims. Þá er hvíldin kærkomin.“ Guðmundur fylgist með sínum mönnum.vísir/getty Vörn og markvarsla er þekkt stærð í handboltanum og Guðmundur segir að mikilvægi markmanna hafi aukist að undanförnu. „Það er alveg ljóst að markvarsla í handbolta er gríðarlega mikilvæg. Það hefur verið að þróast þannig að það er orðið enn meira áberandi á síðustu árum. Handboltinn hefur verið að breytast.“ „Mér finnst sóknargeta leikmanna alltaf að vera aukast. Skottækni hefur fleytt fram. Þetta segir okkur að það mæðir enn meira á markvörðunum. Þess vegna er þetta ein mikilvægasta staðan.“ „Við förum inn í þetta með einn reyndan og einn kornungan. Við höfum trú á því að hann sé framtíðarmarkvörður liðsins og höfum trú á því að þeir standi sig vel. Við þurfum líka spila góða vörn fyrir framan þá.“ Guðmundur þjálfaði Dani frá 2014 til 2017 og vörn Dana hefur lítið breyst síðan þá. „Ég tel mig hafa lausnir en það verður að koma í ljós hvernig tekst að útfæra þær. Ég er búinn að liggja yfir þessu og spekúlera í þetta. Auðvitað tel ég mig vita hvað á að gera.“ „Það verður svo að koma í ljós. Það er best að lofa ekki neinu en við erum búnir að vinna eftir því plani undanfarna daga að spila á ákveðinn hátt,“ en Guðmundur segir að það sé rétt að þeir hafi engu breytt í varnarleiknum. „Þeir spiluðu nákvæmlega sömu vörn á HM. Ég þekki hvernig þeir bregðast við og ég er búinn að vera skoða það vel núna. Það hafa verið smá áherslubreytingar milli leikja en við teljum okkur hafa svör.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir „Sveinn er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár“ Sveinn Jóhannsson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. 7. janúar 2020 16:45 Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Svona var blaðamannafundur Guðmundar Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 17:45 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
„Sveinn er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár“ Sveinn Jóhannsson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. 7. janúar 2020 16:45
Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30
Svona var blaðamannafundur Guðmundar Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 17:45
Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti