Hænan Hildur tekin af lífi í Húsdýragarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:32 Hænurnar hans Vífils á öxlum hans. Hildur stendur ofan á höfðinu á Vífli. aðsend Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira