Handbolti

Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar er á leið á sitt annað stórmót.
Elvar er á leið á sitt annað stórmót. vísir/andri marinó

Elvar Örn Jónsson er byrjaður að hlaupa og vonir standa til að hann verði klár fyrir fyrsta leik Íslands á EM 2020.

Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson æfðu með landsliðinu á æfingu í morgun. Daníel Þór Ingason er hins vegar fingurbrotinn og fer ekki með á EM.

Elvar tognaði illa á ökkla í æfingaleiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn.

Að sögn Guðmundar Guðmundssonar á blaðamannafundinum þar sem hópurinn fyrir EM 2020 var tilkynntur er Elvar í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Dönum á laugardaginn.

Læknir og sjúkraþjálfari landsliðsins eru þó bjartsýnir og Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn.

Guðmundur tekur 17 leikmenn með á EM. Enn er óljóst hver situr uppi í stúku til að byrja með, m.a. vegna meiðsla Elvars.

Íslenska EM-hópinn má sjá með því að smella hér eða í kynningu HSÍ hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×