Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2020 07:00 Martin Hermannssyni gengur allt í haginn þessa dagana. vísir/getty „Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. Martin varð bikarmeistari í Þýskalandi, valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, og fylgdi því svo eftir með stórleik fyrir Alba Berlín gegn Zenit í Pétursborg í EuroLeague. Svo góður var Martin að hann var valinn besti leikmaður umferðarinnar í þessari sterkustu félagsliðakeppni Evrópu: „Það er frábært fyrir Íslending að spila í Meistaradeildinni. En að vera valinn leikmaður umferðarinnar, með allar þessar hetjur þarna sem hafa gert frábæra hluti í NBA og verið stærstu nöfnin í Evrópuboltanum, að vera valinn bestur úr þessum hópi er risastórt. Þetta er bara eins og ef að Íslendingur væri valinn leikmaður umferðarinnar í fótboltanum,“ segir Benedikt í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Verður erfitt fyrir Martin að velja úr tilboðum Ljóst er að Martin gæti fært sig um set í sumar til enn betra félagsliðs: „Ég bara veit að Martin er kominn á radar hjá enn stærri liðum. Hann var kominn á radar hjá stórum liðum í fyrra en ákvað að vera áfram hjá Alba Berlín, en ég held að það bíði hans erfitt verkefni núna að velja úr tilboðum eftir þetta tímabil því hann er búinn að vera alveg afburðagóður.“ Með menn eins og Martin Hermannsson, Tryggva Snæ Hlinason og Hauk Helga Pálsson innanborðs er Benedikt afar spenntur fyrir næstu árum hjá íslenska landsliðinu: „Einhverjir höfðu áhyggjur af kynslóðaskiptunum. Hlynur dettur út og Jón Arnór dettur út, en við eigum bara svo spennandi og góða leikmenn, sem eru bara að ná lengra en þessir karlar. Ég hef því engar áhyggjur af íslenskum körfubolta hjá karlalandsliðinu. Þar eru virkilega spennandi tímar. Svo eigum við fullt af góðum strákum sem eru að fara að taka þetta landslið í hæstu hæðir að mínu mati.“ „Við erum búin að sjá Martin eiga stórleiki og Tryggva eiga stórleik í gær [í fyrradag]. Þegar við náum þeim og hugsanlega Hauk Helga saman, þá erum við að fara að sjá hrikalega skemmtilega leiki og ég held að úrslitin verði eftir því. Ég held að gæðin hafi aldrei verið eins mikil í landsliðinu og núna.“ Körfubolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra "Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. 24. febrúar 2020 19:00 Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur. 18. febrúar 2020 13:00 Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. 22. febrúar 2020 12:30 Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill. 17. febrúar 2020 11:30 „Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“ Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast. 18. febrúar 2020 10:30 Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. 22. febrúar 2020 23:30 Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig. 16. febrúar 2020 21:30 Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. 19. febrúar 2020 12:30 Martin stórkostlegur í Rússlandi Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81. 20. febrúar 2020 18:52 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 22. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
„Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. Martin varð bikarmeistari í Þýskalandi, valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, og fylgdi því svo eftir með stórleik fyrir Alba Berlín gegn Zenit í Pétursborg í EuroLeague. Svo góður var Martin að hann var valinn besti leikmaður umferðarinnar í þessari sterkustu félagsliðakeppni Evrópu: „Það er frábært fyrir Íslending að spila í Meistaradeildinni. En að vera valinn leikmaður umferðarinnar, með allar þessar hetjur þarna sem hafa gert frábæra hluti í NBA og verið stærstu nöfnin í Evrópuboltanum, að vera valinn bestur úr þessum hópi er risastórt. Þetta er bara eins og ef að Íslendingur væri valinn leikmaður umferðarinnar í fótboltanum,“ segir Benedikt í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Verður erfitt fyrir Martin að velja úr tilboðum Ljóst er að Martin gæti fært sig um set í sumar til enn betra félagsliðs: „Ég bara veit að Martin er kominn á radar hjá enn stærri liðum. Hann var kominn á radar hjá stórum liðum í fyrra en ákvað að vera áfram hjá Alba Berlín, en ég held að það bíði hans erfitt verkefni núna að velja úr tilboðum eftir þetta tímabil því hann er búinn að vera alveg afburðagóður.“ Með menn eins og Martin Hermannsson, Tryggva Snæ Hlinason og Hauk Helga Pálsson innanborðs er Benedikt afar spenntur fyrir næstu árum hjá íslenska landsliðinu: „Einhverjir höfðu áhyggjur af kynslóðaskiptunum. Hlynur dettur út og Jón Arnór dettur út, en við eigum bara svo spennandi og góða leikmenn, sem eru bara að ná lengra en þessir karlar. Ég hef því engar áhyggjur af íslenskum körfubolta hjá karlalandsliðinu. Þar eru virkilega spennandi tímar. Svo eigum við fullt af góðum strákum sem eru að fara að taka þetta landslið í hæstu hæðir að mínu mati.“ „Við erum búin að sjá Martin eiga stórleiki og Tryggva eiga stórleik í gær [í fyrradag]. Þegar við náum þeim og hugsanlega Hauk Helga saman, þá erum við að fara að sjá hrikalega skemmtilega leiki og ég held að úrslitin verði eftir því. Ég held að gæðin hafi aldrei verið eins mikil í landsliðinu og núna.“
Körfubolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra "Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. 24. febrúar 2020 19:00 Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur. 18. febrúar 2020 13:00 Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. 22. febrúar 2020 12:30 Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill. 17. febrúar 2020 11:30 „Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“ Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast. 18. febrúar 2020 10:30 Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. 22. febrúar 2020 23:30 Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig. 16. febrúar 2020 21:30 Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. 19. febrúar 2020 12:30 Martin stórkostlegur í Rússlandi Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81. 20. febrúar 2020 18:52 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 22. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra "Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. 24. febrúar 2020 19:00
Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur. 18. febrúar 2020 13:00
Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. 22. febrúar 2020 12:30
Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill. 17. febrúar 2020 11:30
„Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“ Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast. 18. febrúar 2020 10:30
Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. 22. febrúar 2020 23:30
Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig. 16. febrúar 2020 21:30
Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. 19. febrúar 2020 12:30
Martin stórkostlegur í Rússlandi Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81. 20. febrúar 2020 18:52
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00
Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 22. febrúar 2020 09:00