Sterkasti fellibylurinn í áratugi nálgast Indland og Bangladess Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 10:36 Regnhlífar veita litla vernd gegn úrkomunni sem kom á undan fellibylnum Amphan í Bhadrak á Austur-Indlandi í dag. Á þriðju milljón manna hefur þurft að flýja veðrið. Vísir/AP Úrhellisrigning og hvassviðri eru undanfari fellibylsins Amphan á austanverðu Indlandi og Bangladess. Fellibylurinn er sagður sá öflugasti á þessum slóðum í tvo áratugi og hefur milljónum manna verið gert að hafa sig á brot frá leið hans. Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum með Amphan sem nálgast yfir Bengalflóa. Indverska veðurstofan gerir ráð fyrir að bylurinn gangi á land þar síðdegis eða í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að auga fellibyljarins fari fyrst yfir Sundarbans, svæði við landamærin að Bangladess þar sem einn stærsta fenjaviðarskóg í heimi er að finna, og verði þá þriðja stigs fellibylur. Fellibylurinn á svo að færast til norður og norðausturs nærri stórborginni Kolkata á Indlandi. Á morgun er búist við að stormurinn gangi inn í Bangladess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kórónuveirufaraldurinn og reglur um félagsforðun eru sagðar hafa torveldað rýmingu svæðisins sem er á leið Amphan. Bæði ríki hafa breytt skólum og fleiri byggingum í bráðbirgðaskýli en þurfa meira pláss en vanalega til að tryggja fjarlægð á milli þeirra nauðstöddu. Amphan er fyrsti stóri fellubylurinn í Bengalflóa frá 1999 en þá fórust fleiri en níu þúsund manns. Um 3.500 manns fórust í fellibylnum Sidr árið 2007, flestir vegna sjávarflóða. Indland Bangladess Tengdar fréttir Tveimur milljónum manna gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Amphan Indverjar og Bangladessar búa sig undir komu fellibylsins Amphan sem nálgast nú landi. 19. maí 2020 07:41 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Úrhellisrigning og hvassviðri eru undanfari fellibylsins Amphan á austanverðu Indlandi og Bangladess. Fellibylurinn er sagður sá öflugasti á þessum slóðum í tvo áratugi og hefur milljónum manna verið gert að hafa sig á brot frá leið hans. Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum með Amphan sem nálgast yfir Bengalflóa. Indverska veðurstofan gerir ráð fyrir að bylurinn gangi á land þar síðdegis eða í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að auga fellibyljarins fari fyrst yfir Sundarbans, svæði við landamærin að Bangladess þar sem einn stærsta fenjaviðarskóg í heimi er að finna, og verði þá þriðja stigs fellibylur. Fellibylurinn á svo að færast til norður og norðausturs nærri stórborginni Kolkata á Indlandi. Á morgun er búist við að stormurinn gangi inn í Bangladess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kórónuveirufaraldurinn og reglur um félagsforðun eru sagðar hafa torveldað rýmingu svæðisins sem er á leið Amphan. Bæði ríki hafa breytt skólum og fleiri byggingum í bráðbirgðaskýli en þurfa meira pláss en vanalega til að tryggja fjarlægð á milli þeirra nauðstöddu. Amphan er fyrsti stóri fellubylurinn í Bengalflóa frá 1999 en þá fórust fleiri en níu þúsund manns. Um 3.500 manns fórust í fellibylnum Sidr árið 2007, flestir vegna sjávarflóða.
Indland Bangladess Tengdar fréttir Tveimur milljónum manna gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Amphan Indverjar og Bangladessar búa sig undir komu fellibylsins Amphan sem nálgast nú landi. 19. maí 2020 07:41 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Tveimur milljónum manna gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Amphan Indverjar og Bangladessar búa sig undir komu fellibylsins Amphan sem nálgast nú landi. 19. maí 2020 07:41