Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 11:02 Árni Sigurjónsson tók við sem formaður Samtaka iðnaðarins 30. apríl síðastliðinn. si Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira