Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2020 11:50 Anna Björk er þrítugur og reynslumikill miðvörður sem á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland. Hún hefur spilað með KR og Stjörnunni hér á landi en undanfarin ár í Svíþjóð og Hollandi. Selfoss Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. Fyrrverandi þjálfari í efstu deild kvenna fagnar umræðu um eldfim mál í kvennaboltanum. Um er að ræða Hlaðvarpsþáttinn Dr. Football þar sem Hjörvar Hafliðason ræðir við Mikael Nikulásson, þjálfara karlaliðs Njarðvíkur, og Kristján Óla Sigurðsson, fyrrverandi leikmenn Breiðabliks, um allt og ekkert tengt fótbolta. Þátturinn hefur notið töluverðra vinsælda í á annað ár en nokkur þúsund manns hlusta á hvern þátt. Fókusinn hefur nánast eingöngu verið á karlafótbolta en Hjörvar kynnti nýjan dagskrárlið til leiks á mánudaginn. „Af því við vorum að tala um neðri deildirnar um daginn þá ætlum við að færa okkur yfir í kvennafótboltann,“ sagði Hjörvar. Ástæðan væri sú að styrktaraðili þáttarins, bílaleigan Avis, hefði óskað eftir því að rætt yrði um kvennafótbolta. „Að sjálfsögðu verðum við við því,“ sagði Hjörvar. Umræðuna má heyra eftir rúmar 33 mínútur að neðan. Dr. Football Podcast · Helgaruppgjör Dr. Football - Leyfa alvöru æfingar strax - Gefið Gústa séns - Sverige Heitustu fréttirnar af kvennaboltanum hér heima þessa dagana er endurkoma Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur í íslenska boltann en hún spilar með Selfossi í sumar. Selfyssingar, ríkjandi bikarmeistarar, safna liði og ætla sér greinilega stóra hluti. Dagný Brynjarsdóttir, lykilmaður í landsliðinu, er snúin heim og þá er fyrir reynsluboltinn Hólmfríður Magnúsdóttir. Sagði hann þetta bara í alvörunni? Smá standard Takk!!!! pic.twitter.com/f9W6d5aDiy— agustelii (@agustelii) May 19, 2020 Kristján Óli benti á að Anna væri sömuleiðis landsliðskona og minnti að hún væri miðvörður, sem hún réttilega er. Þessi félagaskipti væru Selfossi ekki ódýr. „Ég veit alveg hvað þetta kostaði,“ sagði Mikael. Þetta kostaði meiri pening en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá. Hún er á hærri launum en flestir leikmenn í efstu deild karla. Óhætt er að segja að ummælin hafi farið öfugt ofan í félaga Önnu Bjarkar í íslenska landsliðinu, a.m.k. hina varnarmennina í liðinu. Þrjár landsliðskonur hafa tjáð sig um málið á Twitter. „Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona og varnarmaður hjá Vålerenga í Noregi. Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig. https://t.co/C18Xswlkrr— Ingibjörg Sigurðar. (@ingibjorg25) May 20, 2020 Sif Atladóttir, reynslubolti í landsliðsinu og leikmaður Kristianstad DFF, er hugsi yfir ummælunum. „Frábært að Avis vill styðja kvennaknattspyrnuna og finnst þá virkilega leiðinlegt að þetta sé umfjöllunin sem er gerð í þeirra nafni. Vona að þetta lagist eða að Avis færi sig til annarra hlaðvarpa.“ Frábært að Avis vill styðja kvennaknattspyrnuna og finnst þá virkilega leiðinlegt að þetta sé umfjöllunin sem er gerð í þeirra nafni. Vona að þetta lagist eða að Avis færi sig til annarra hlaðvarpa. https://t.co/xrEjQc2m5a— Sif Atladóttir (@sifatla) May 20, 2020 Glódís Perla, miðvörður FC Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni, er verulega ósátt. Glódís Perla fagnar eftir sigur á Unverjum á Laugardalsvelli.Vísir/Bára Dröfn „Í framtíðinni þegar dóttir þín er búin að vinna hart að því allt sitt líf að verða landsliðskona í fótbolta og atvinnumaður. Skrifar síðan undir draumasamning við uppáhaldsfélagið þitt, Manchester United, og ætlar að bjóða þér í heimsókn á leik fyrir framan fullan völl, vona ég að þú munir eftir þessu commenti og afþakkir.“ https://t.co/YxB88pYRZ5 pic.twitter.com/ZvW7uAUc7T— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) May 20, 2020 Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður varpar fram spurningu: Guð minn góður.. hvaða risaeðla sagði þessi athyglisverðu ummæli 🤔😳— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) May 20, 2020 Máni Pétursson, útvarpsmaður og fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, er skýr í sinni skoðun varðandi launamálin. Það sé ekkert að þessu. Þá fagnar hann umræðu á borð við þessa um kvennafótboltann. Það verði að vera hægt að ræða opinskátt um kvennaknattspyrnu. „Það endurspeglar viðhorf marga að konur eigi að fá minna borgað í fótbolta og það er alveg hægt að rökstyðja það auðveldlega,“ segir Máni. Þetta er frábært spjall og þetta er snilld fyrir kvennaboltann. Ef það er eitthvað sem við þurfum fyrir kvennaboltann er það svona spjall. Þetta er standartinn sem hefur vantað. Ég mun verlsa við avis utaf þessu.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 20, 2020 Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. Fyrrverandi þjálfari í efstu deild kvenna fagnar umræðu um eldfim mál í kvennaboltanum. Um er að ræða Hlaðvarpsþáttinn Dr. Football þar sem Hjörvar Hafliðason ræðir við Mikael Nikulásson, þjálfara karlaliðs Njarðvíkur, og Kristján Óla Sigurðsson, fyrrverandi leikmenn Breiðabliks, um allt og ekkert tengt fótbolta. Þátturinn hefur notið töluverðra vinsælda í á annað ár en nokkur þúsund manns hlusta á hvern þátt. Fókusinn hefur nánast eingöngu verið á karlafótbolta en Hjörvar kynnti nýjan dagskrárlið til leiks á mánudaginn. „Af því við vorum að tala um neðri deildirnar um daginn þá ætlum við að færa okkur yfir í kvennafótboltann,“ sagði Hjörvar. Ástæðan væri sú að styrktaraðili þáttarins, bílaleigan Avis, hefði óskað eftir því að rætt yrði um kvennafótbolta. „Að sjálfsögðu verðum við við því,“ sagði Hjörvar. Umræðuna má heyra eftir rúmar 33 mínútur að neðan. Dr. Football Podcast · Helgaruppgjör Dr. Football - Leyfa alvöru æfingar strax - Gefið Gústa séns - Sverige Heitustu fréttirnar af kvennaboltanum hér heima þessa dagana er endurkoma Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur í íslenska boltann en hún spilar með Selfossi í sumar. Selfyssingar, ríkjandi bikarmeistarar, safna liði og ætla sér greinilega stóra hluti. Dagný Brynjarsdóttir, lykilmaður í landsliðinu, er snúin heim og þá er fyrir reynsluboltinn Hólmfríður Magnúsdóttir. Sagði hann þetta bara í alvörunni? Smá standard Takk!!!! pic.twitter.com/f9W6d5aDiy— agustelii (@agustelii) May 19, 2020 Kristján Óli benti á að Anna væri sömuleiðis landsliðskona og minnti að hún væri miðvörður, sem hún réttilega er. Þessi félagaskipti væru Selfossi ekki ódýr. „Ég veit alveg hvað þetta kostaði,“ sagði Mikael. Þetta kostaði meiri pening en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá. Hún er á hærri launum en flestir leikmenn í efstu deild karla. Óhætt er að segja að ummælin hafi farið öfugt ofan í félaga Önnu Bjarkar í íslenska landsliðinu, a.m.k. hina varnarmennina í liðinu. Þrjár landsliðskonur hafa tjáð sig um málið á Twitter. „Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona og varnarmaður hjá Vålerenga í Noregi. Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig. https://t.co/C18Xswlkrr— Ingibjörg Sigurðar. (@ingibjorg25) May 20, 2020 Sif Atladóttir, reynslubolti í landsliðsinu og leikmaður Kristianstad DFF, er hugsi yfir ummælunum. „Frábært að Avis vill styðja kvennaknattspyrnuna og finnst þá virkilega leiðinlegt að þetta sé umfjöllunin sem er gerð í þeirra nafni. Vona að þetta lagist eða að Avis færi sig til annarra hlaðvarpa.“ Frábært að Avis vill styðja kvennaknattspyrnuna og finnst þá virkilega leiðinlegt að þetta sé umfjöllunin sem er gerð í þeirra nafni. Vona að þetta lagist eða að Avis færi sig til annarra hlaðvarpa. https://t.co/xrEjQc2m5a— Sif Atladóttir (@sifatla) May 20, 2020 Glódís Perla, miðvörður FC Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni, er verulega ósátt. Glódís Perla fagnar eftir sigur á Unverjum á Laugardalsvelli.Vísir/Bára Dröfn „Í framtíðinni þegar dóttir þín er búin að vinna hart að því allt sitt líf að verða landsliðskona í fótbolta og atvinnumaður. Skrifar síðan undir draumasamning við uppáhaldsfélagið þitt, Manchester United, og ætlar að bjóða þér í heimsókn á leik fyrir framan fullan völl, vona ég að þú munir eftir þessu commenti og afþakkir.“ https://t.co/YxB88pYRZ5 pic.twitter.com/ZvW7uAUc7T— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) May 20, 2020 Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður varpar fram spurningu: Guð minn góður.. hvaða risaeðla sagði þessi athyglisverðu ummæli 🤔😳— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) May 20, 2020 Máni Pétursson, útvarpsmaður og fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, er skýr í sinni skoðun varðandi launamálin. Það sé ekkert að þessu. Þá fagnar hann umræðu á borð við þessa um kvennafótboltann. Það verði að vera hægt að ræða opinskátt um kvennaknattspyrnu. „Það endurspeglar viðhorf marga að konur eigi að fá minna borgað í fótbolta og það er alveg hægt að rökstyðja það auðveldlega,“ segir Máni. Þetta er frábært spjall og þetta er snilld fyrir kvennaboltann. Ef það er eitthvað sem við þurfum fyrir kvennaboltann er það svona spjall. Þetta er standartinn sem hefur vantað. Ég mun verlsa við avis utaf þessu.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 20, 2020
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira