Flugvirkjar gengu að samningnum við Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 15:17 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni. vísir/vilhelm Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38