Wenger vill hætta með janúargluggann Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 20:00 Arsene Wenger. Mynd/NordicPhotos/Getty Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar. Wenger ræddi við Mirror um breytingar sem gætu orðið á fótboltanum eftir að heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir róast. Hann segir að ein leiðin væri að hætta með janúarglugann þar sem peningarnir verða væntanlega minni og leikmennirnir gefist allt of fljótt upp. „Ég vil taka út janúargluggann. Stjórarnir geta ekki ráðið vel við hann. Í október þegar leikmaður er ekki að spila, reynir hann að finna eitthvað annað og bíður þangað til í janúar og fer. Hann er ekki tilbúinn í að leggja sig fram og gefst upp,“ sagði Wenger við Mirror. Arsene Wenger calls for the January transfer window to be SCRAPPED because out-of-favour players 'give up' https://t.co/V7H00zHMcp— MailOnline Sport (@MailSport) May 20, 2020 Í viðtalinu ræddi Wenger einnig um laun til umboðsmanna og hann segir að þau hafi rokið upp úr öllu valdi. „Þegar Marc Roger og Jean-Francois Larios tryggðu að Patrick Viera kæmi til Arsenal árið 1996 þegar hann var nálægt því að ganga í raðir Ajax, þá borgaði ég þeim glaður. En þegar ég borga umboðsmanni þegar leikmaður framlengir samning sinn - er ég ekki viss um að hann hafi gert mikið.“ „Það sem truflar mig er að umboðsmaðurinn getur grætt á báðum félögum; liðinu sem selur leikmanninn og kaupir hann,“ sagði Wenger og bætti við því að aftur yrði tekið upp svokallað leyfiskerfi hvað varðar umboðsmenn. Fótbolti FIFA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar. Wenger ræddi við Mirror um breytingar sem gætu orðið á fótboltanum eftir að heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir róast. Hann segir að ein leiðin væri að hætta með janúarglugann þar sem peningarnir verða væntanlega minni og leikmennirnir gefist allt of fljótt upp. „Ég vil taka út janúargluggann. Stjórarnir geta ekki ráðið vel við hann. Í október þegar leikmaður er ekki að spila, reynir hann að finna eitthvað annað og bíður þangað til í janúar og fer. Hann er ekki tilbúinn í að leggja sig fram og gefst upp,“ sagði Wenger við Mirror. Arsene Wenger calls for the January transfer window to be SCRAPPED because out-of-favour players 'give up' https://t.co/V7H00zHMcp— MailOnline Sport (@MailSport) May 20, 2020 Í viðtalinu ræddi Wenger einnig um laun til umboðsmanna og hann segir að þau hafi rokið upp úr öllu valdi. „Þegar Marc Roger og Jean-Francois Larios tryggðu að Patrick Viera kæmi til Arsenal árið 1996 þegar hann var nálægt því að ganga í raðir Ajax, þá borgaði ég þeim glaður. En þegar ég borga umboðsmanni þegar leikmaður framlengir samning sinn - er ég ekki viss um að hann hafi gert mikið.“ „Það sem truflar mig er að umboðsmaðurinn getur grætt á báðum félögum; liðinu sem selur leikmanninn og kaupir hann,“ sagði Wenger og bætti við því að aftur yrði tekið upp svokallað leyfiskerfi hvað varðar umboðsmenn.
Fótbolti FIFA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira