Niðurstöðurnar hafi því miður ekki komið á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 19:49 Niðurstöður könnunar á vinnustaðamenningu á Alþingi koma verr út en sambærilegar kannanir á öðrum vinnustöðum. Fulltrúar í jafnréttisnefnd þingsins segja að því miður hafi niðurstöðurnar ekki komið á óvart. Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, um 18% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og hátt í 32% fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfallið er nokkru lægra hvað varðar starfsfólk skrifstofu Alþingis og starfsfólki þingflokka, fyrir utan að hátt í 30% starfsfólks þingflokka sem tók þátt í könnuninni segist hafa upplifað kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Sextán prósent svarenda í könnun á Alþingi höfðu upplifað kynferðislega áreitni í starfi „Það sló mig hversu margir þetta eru,“ segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. „Bara svo það sé sagt þá finnst mér ekkert frekar en aðrir í þessu samfélagi eigi að þurfa að þola þessa háttsemi. Þannig að það er mjög alvarlegt að það skuli vera meirihluti þeirra sem svara játandi skulu vera þingmenn. En þarna eru líka starfsmenn, bæði starfsfólk skrifstofunnar og starfsmenn þingflokka og það er alveg á hreinu að við þurfum að skoða þann þátt málsins mjög vel líka,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún situr í jafnréttisnefnd Alþingis auk mannauðsstjóra og tveggja þingmanna en nefndin hyggst fylgja eftir niðurstöðum könnunarinnar, leita til sérfræðinga og reyna að finna leiðir til úrbóta. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er önnur þeirra þingmanna sem sæti eiga í nefndinni. „Þetta eru sláandi niðurstöður. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér verulega á óvart, ég átti alveg eins von á því. Við höfum séð sambærilegar niðurstöður frá Alþjóðaþingmannasambandinu og Evrópuráðinu, þannig þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur sem starfa á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Bryndís. „Ég hef engu að síður verulegar áhyggjur af þessu og ég hef líka sérstakar áhyggjur af því að starfsmönnum Alþingis líði ekki nógu vel,“ bætir Bryndís við. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig situr í nefndinni, tekur í svipaðan streng. „Það er kannski erfitt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, þetta er nú ekkert langt frá því sem að við höfum verið að sjá í könnunum í samfélaginu almennt. Þetta er nú kannski ívið óhagsræðara okkur heldur en hefur komið fram til dæmis í könnunum Háskóla Íslands,“ segir Guðjón. Alþingi Vinnustaðamenning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Niðurstöður könnunar á vinnustaðamenningu á Alþingi koma verr út en sambærilegar kannanir á öðrum vinnustöðum. Fulltrúar í jafnréttisnefnd þingsins segja að því miður hafi niðurstöðurnar ekki komið á óvart. Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, um 18% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og hátt í 32% fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfallið er nokkru lægra hvað varðar starfsfólk skrifstofu Alþingis og starfsfólki þingflokka, fyrir utan að hátt í 30% starfsfólks þingflokka sem tók þátt í könnuninni segist hafa upplifað kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Sextán prósent svarenda í könnun á Alþingi höfðu upplifað kynferðislega áreitni í starfi „Það sló mig hversu margir þetta eru,“ segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. „Bara svo það sé sagt þá finnst mér ekkert frekar en aðrir í þessu samfélagi eigi að þurfa að þola þessa háttsemi. Þannig að það er mjög alvarlegt að það skuli vera meirihluti þeirra sem svara játandi skulu vera þingmenn. En þarna eru líka starfsmenn, bæði starfsfólk skrifstofunnar og starfsmenn þingflokka og það er alveg á hreinu að við þurfum að skoða þann þátt málsins mjög vel líka,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún situr í jafnréttisnefnd Alþingis auk mannauðsstjóra og tveggja þingmanna en nefndin hyggst fylgja eftir niðurstöðum könnunarinnar, leita til sérfræðinga og reyna að finna leiðir til úrbóta. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er önnur þeirra þingmanna sem sæti eiga í nefndinni. „Þetta eru sláandi niðurstöður. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér verulega á óvart, ég átti alveg eins von á því. Við höfum séð sambærilegar niðurstöður frá Alþjóðaþingmannasambandinu og Evrópuráðinu, þannig þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur sem starfa á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Bryndís. „Ég hef engu að síður verulegar áhyggjur af þessu og ég hef líka sérstakar áhyggjur af því að starfsmönnum Alþingis líði ekki nógu vel,“ bætir Bryndís við. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig situr í nefndinni, tekur í svipaðan streng. „Það er kannski erfitt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, þetta er nú ekkert langt frá því sem að við höfum verið að sjá í könnunum í samfélaginu almennt. Þetta er nú kannski ívið óhagsræðara okkur heldur en hefur komið fram til dæmis í könnunum Háskóla Íslands,“ segir Guðjón.
Alþingi Vinnustaðamenning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira