Atvinnulíf

Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Ása Karín Hólm Bjarnadóttir ráðgjafi stjórnunar og stefnumótunar hjá Capacent gefur stjórnendum tíu góð ráð sem gott er að hafa í huga þegar unnið er með starfsmönnum í fjarvinnu.
Ása Karín Hólm Bjarnadóttir ráðgjafi stjórnunar og stefnumótunar hjá Capacent gefur stjórnendum tíu góð ráð sem gott er að hafa í huga þegar unnið er með starfsmönnum í fjarvinnu. Vísir/Vilhelm

Í mörgum fyrirtækjum er tæknin ekki fyrirstaða fyrir því að fólk starfi í fjarvinnu heiman frá sér nú þegar vinnustaðir bregðast við sóttkvíum og faraldri kórónuveirunnar. En að ýmsu er að huga í þessum efnum og segir Ása Karín Hólm Bjarnadóttir ráðgjafi stjórnunar og stefnumótunar hjá Capacent mikilvægt að stjórnendur haldi áfram að vera til staðar fyrir starfsfólk, leysa vandamál sem upp koma og halda uppi jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum, þótt hluti eða allur hópur starfsmanna starfi heiman frá.

Ása Karín, sem þessa dagana vinnur með fyrirtækjum og stofnunum að því að tryggja góðan framgang fjarvinnu, bendir sérstaklega á tíu atriði sem skipta máli og gott er fyrir stjórnendur að hafa til hliðsjónar.

Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur

1. Byrjaður og endaðu daginn á samskiptum við starfsfólkið.

2. Byggðu upp vinnuskipulag fyrir hvern dag og vikuna í heild í samstarfi við teymið.

3. Vertu til staðar fyrir starfsfólkið, vertu með regluleg einstaklings- og teymissamtöl.

4. Aðstoðaðu starfsfólkið við að nýta sér tæknina til fundahalda og samskipta.

5. Upplýstu um stöðu verkefna og hjálpaðu starfsfólki að forgangsraða verkefnum.

6. Hvettu starfsfólk til að læra nýja hluti og efla sjálft sig, faglega og persónulega.

7. Sýndu skilning á mismundandi aðstæðum starfsfólks, hlúðu sérstaklega að þeim sem gætu verið einangraðir og einmana.

8. Veittu starfsfólki stuðning og hjálpaðu því við að halda ró sinni, auka vellíðan og efla heilsu.

9. Haltu í gleðina og húmorinn og passaðu að teymið geri það líka.

10. Vertu leiðtogi og hafðu jákvæð og góð áhrif á aðra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×