Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi Þórir Garðarsson skrifar 17. apríl 2020 10:15 Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Garðarsson Hlutabótaleiðin Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun