Myndsímtöl verða ekki leyfð á kvennadeild: „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun“ Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 11:20 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans, segir að því miður verði ekki hægt að leyfa myndsímtöl úr sónarskoðunum. Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun. Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun.
Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55