Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 11. mars 2020 21:00 Valsmenn hafa ekki tapað síðan í október. vísir/bára Valsmenn felldu í kvöld HK úr Olís deild karla með stórsigri á Hlíðarenda. HK sem eru nýliðar í deildinni eru þar af leiðandi fallnir úr deildinni þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Valsmenn eru hinsvegar mjög nálægt deildarmeistaratitlinum en þeir eru með 4 stiga forskot á FH en Hafnfirðingarnir eiga vissulega leik inni. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn voru ekki í miklum vandræðum með gestina í seinni hálfleik. Valsmenn skoruðu úr sinni snertingu í leiknum en Daníel Freyr Andrésson skoraði á opið mark eftir að hafa varið skot. HK byrjuðu leikinn nefnilega á að spila með tómt mark en það gekk vægast sagt illa. Valsmenn voru 6-3 yfir eftir 10 mínútur en 3 af þeim mörkum voru í tómt HK markið. Elías Már þjálfari HK dó þó ekki ráðalaus og byrjaði að spila venjulegan handbolta aftur að taka leikhlé. Valsmenn héldu forystu sinni í 3-4 mörkum næstu 10 mínútur en Valsvörnin var gríðarlega góð til að byrja með. HK sýndu þó mikla þrautsegju og komu sér hægt og rólega tilbaka í fyrri hálfleik. Þeir enduðu hálfleikinn á 5-2 áhlaupi og jöfnuðu á lokasekúndunum í 13-13. HKingar áttu síðan gríðarlega erfitt í síðari hálfleik en forskot heimamanna jókst hægt og rólega þangað til að munurinn varð 8 mörk í lok leiks, 33-25 fyrir heimamönnum. Af hverju vann Valur? Valsmenn eru í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn á meðan HK eru fallnir það segir kannski allt sem segja þarf. HK reyndu allt sem þeir gátu en hæfileikarnir í Valsliðinu eru bara það mikið betri. Slæmt skot fyrir leikmenn HK er ágætt skot fyrir leikmenn Vals, ágætt skot fyrir HK er gott fyrir Val og svo framvegis. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon var aðalmaðurinn í sóknarleik Vals í dag með 7 mörk úr 9 skotum og 4 sköpuð færi. Gestirnir réðu ekkert við Magnús sem gat oftar en ekki búið sér til skot úr engu. Annars er erfitt að gagnrýna einhvern af útileikmönnum Vals þar sem þeir áttu allir fína leiki. Arnór Snær Óskarsson átti góða innkomu bæði í skyttunni og horninu í síðari hálfleik en hann skoraði nokkur lagleg mörk. Valsvörnin var gríðarlega þétt í síðari hálfleik og fá þristarnir þeirra þeir, Alexander, Tjörvi og Þorgils punkt í kladdann héðan. Daníel Freyr Andrésson var síðan með sína venjulegu tæplega 40% vörslu í leiknum. Blær Henriksson og Þorgeir Bjarki Davíðsson voru sprækustu leikmenn HK sóknarlega með samtals 9 mörk. Eiríkur Guðni Þórarinsson átti síðan flottan leik varnarlega á móti sínu uppeldisfélagi. Hvað gekk illa? 7 á móti 6 tilraunin hjá HK gekk ekki nógu vel í kvöld en maður svo sem að reyna eitthvað þegar maður er að spila á móti töluvert sterkara liði eins og HK voru að gera í kvöld. Hvað gerist næst? Valsmenn fara norður um helgina þar sem þeir geta mögulega tryggt sér deildarmeistaratitilinn á meðan HK taka á móti Eyjamönnum á miðvikudaginn eftir viku. Snorri: Hef lært að þegar þið spyrjið um dómgæsluna þá er hún yfirleitt skrautleg „Fyrri hálfleikur var bara ekki nógu góður ef ég á að segja þér alveg eins og er þá var ég ekki ánægður með hann. Við komum flottir inn í seinni hálfleikinn, þetta var auðvitað bara þolinmæðisverk og vinna. Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og við áttum von á erfiðum leik en þetta var svo sannarlega erfiður leikur, ” sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Tjörvi Týr Gíslason er kominn aftur í lið Vals eftir að hafa verið á láni hjá Fram. Tjörvi kemur inn í liðið með mikilvæga breidd í vörnina og á línunni. „Ég var bara mjög ánægður með Tjörva. Hann hefur ekki verið mikið inni í þessu hjá okkur en fer Ýmir og þá var náttúrulega ekkert annað í boði en að kalla hann tilbaka. Hann á eftir að spila rullu hjá okkur og það er gott að vera kominn með þrjá eiginlega þrista sem við vorum ekki með á meðan Tjörvi var á láni.” Bekkurinn hjá Val fékk tveggja mínútna brottvísun í lok leiks þegar þeir voru yfir með 8 mörkum fyrir kjaftbrúk. Allan leikinn voru Valsmenn verulega óánægðir með dómgæsluna, Snorri vildi ekki segja of mikið um dómgæsluna en sagði þó eitthvað. „Ég hef svona reynt að sleppa því að tjá mig um dómgæsluna. Ég hef samt svona lært að þegar þið spyrjið um dómgæsluna þá er hún yfirleitt skrautleg. Þið eruð með þátt til að fara yfir þetta.” Leikur kvöldsins var sá fyrsti hjá Val í tæplega þrjár vikur útaf bikarhelginni. Bikarhelgin er vissulega orðin 5 dagar en maður verður að spyrja sig hvort 18 daga frí útaf bikarhelginni sé ekki alltof mikið sérstaklega þegar keyrslan er síðan mikil bæði fyrir og eftir hana. Auk þess eru Valsmenn ennþá í Evrópukeppni sem mun gera leikjaplan næstu vikna ennþá þéttara. „Ég er nú alveg stuðningsmaður þess að spila þétt. Ég er alveg sammála því að þetta er of löng pása. Ég hugsa meiri segja að liðin í Final 4 væru sammála því. Það hefði kannski verið hægt að spila eitthvað þarna fyrir. Ég sé samt ekki um þessi mótamál og ég veit að þau geta verið flókin. Það hefði verið hægt að spila þéttar og ég er stuðningsmaður þess en við erum líka með góða breidd og við ættum að þola smá leikjaálag.” Það kom eflaust einhverjum áhugamönnum um Olís deildina í vikunni þegar ÍBV gáfu út að Ásgeir Snær Vignisson leikmaður Vals væri að ganga til liðs við sig í sumar. Ásgeir er uppalinn Valsari og hefur alltaf verið í Val. „Hann tilkynnti okkur fyrst það að hann sagði upp samningnum sínum. Hann átti eitt ár eftir og nýtti sér gatið. Hann vildi leita á önnur mið. Svona er bransinn og menn verða að hugsa um sjálfan sig þrátt fyrir að menn hafi vissulega alltaf tengsl í uppeldisfélögin sín.” Elías: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka „Ég er auðvitað gríðarlega svekktur fyrst og fremst með tapið. Það var alveg vitað mál að við ættum ekki tapa fleiri leikjum. Ég er á sama tíma samt stoltur af strákunum. Við gáfum allt í þetta og höfum verið að gera það í allan vetur,” sagði Elías Már Halldórsson þjálfari HK eftir leik kvöldsins. HK eru með gríðarlega ungt lið með mikið af uppöldum strákum. Það má vonast til þess að þeir taki reynsluna úr Olís deildinni með sér niður í Grill 66 deildina og komi tvíefldir aftur í Olís haustið 2021. „Ég tók við þessu verkefni síðasta sumar. Þá vorum við með svona 3 ára plan í gangi og fórum frekar óvænt upp. Mér finnst við hafa unnið vel í okkar málum en því miður þá var fyrri umferðin okkur mjög erfið. Við náðum ekki í eitt einasta stig þar en við vorum auðvitað reynslulausir, klaufar og allt það. Við vorum líka að berjast við mikil meiðsli á fyrri hlutanum en núna í seinni hlutanum höfum við bara verið að spila mjög vel og ég er sannfærður um það að ef mótið hefði byrjað um jólin værum við ekki að falla.” HK spiluðu flottan fyrri hálfleik þrátt fyrir klaufalega byrjun. Þeir náðu að jafna stöðuna í hálfleik eftir að hafa verið undir með 4 mörkum á tímapunkti í fyrri hálfleik. „Við vorum að láta reyna á Val sem er auðvitað frábært lið. Þeir eru búnir að vera eitt best spilandi liðið undanfarnar vikur. Ég er bara mjög stoltur af strákunum, það var brekka í byrjun og við unnum okkur út úr því og náðum að koma þessu yfir í jafnan leik. Því miður þá keyrðu þeir gríðarlega á okkur hér í seinni hálfleik og við náðum ekki að stoppa þá.” Valsmenn áttu síðari hálfleikinn alveg frá A til Ö en þeir unnu hann 18-10. Elías viðurkennir þó bara getu muninn á liðunum og er samt sem áður sáttur með sína stráka. „Það eru auðvitað bara frábær gæði í Valsliðinu. Úrslitin segja ekki endilega til um leikinn. Þetta var auðvitað bara mjög erfitt. Þeir keyrðu á okkur og við náðum ekki að koma okkur tilbaka. Það er bara þannig að við töpuðum fyrir frábæru liði. Ég er samt gríðarlega sáttur með strákana í dag.” Leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn voru allir óánægðir með dómgæsluna í þessum leik. Elías fékk gult spald í seinni hálfleik og Snorri fékk tveggja mínútnu brottvísun undir lok leiksins fyrir kjaftbrúk. Elías hafði sterkar skoðanir á dómgæslunni eftir leik. „Það segir allt sem segja þarf að Valur voru að vinna með 8 marka mun en það er samt allt í klessu. Það voru eldar út um allan völl. Þetta er held ég sjöundi eða áttundi leikurinn sem þeir dæma hjá okkur í vetur[Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson] í minningunni var einn leikur þar sem þeir voru góðir. Þetta er tilviljanakennt út um allan völl. ” „Það virðist alltaf allt vera kolvitlaust, báðir þjálfarar og ritaraborðið það virðist allt vera kolvitlaust. Það vill engan taka þá í gegn og fara yfir málin. Það er alltaf bara bent á okkur þjálfarana að við séum kolvitlausir. Þeir fá alltaf bara 9,5 í einkunn og leik í Olís deildinni í næstu umferð. Ég þekki ekki þessar reglur en við erum að falla og ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka. ”
Valsmenn felldu í kvöld HK úr Olís deild karla með stórsigri á Hlíðarenda. HK sem eru nýliðar í deildinni eru þar af leiðandi fallnir úr deildinni þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Valsmenn eru hinsvegar mjög nálægt deildarmeistaratitlinum en þeir eru með 4 stiga forskot á FH en Hafnfirðingarnir eiga vissulega leik inni. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn voru ekki í miklum vandræðum með gestina í seinni hálfleik. Valsmenn skoruðu úr sinni snertingu í leiknum en Daníel Freyr Andrésson skoraði á opið mark eftir að hafa varið skot. HK byrjuðu leikinn nefnilega á að spila með tómt mark en það gekk vægast sagt illa. Valsmenn voru 6-3 yfir eftir 10 mínútur en 3 af þeim mörkum voru í tómt HK markið. Elías Már þjálfari HK dó þó ekki ráðalaus og byrjaði að spila venjulegan handbolta aftur að taka leikhlé. Valsmenn héldu forystu sinni í 3-4 mörkum næstu 10 mínútur en Valsvörnin var gríðarlega góð til að byrja með. HK sýndu þó mikla þrautsegju og komu sér hægt og rólega tilbaka í fyrri hálfleik. Þeir enduðu hálfleikinn á 5-2 áhlaupi og jöfnuðu á lokasekúndunum í 13-13. HKingar áttu síðan gríðarlega erfitt í síðari hálfleik en forskot heimamanna jókst hægt og rólega þangað til að munurinn varð 8 mörk í lok leiks, 33-25 fyrir heimamönnum. Af hverju vann Valur? Valsmenn eru í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn á meðan HK eru fallnir það segir kannski allt sem segja þarf. HK reyndu allt sem þeir gátu en hæfileikarnir í Valsliðinu eru bara það mikið betri. Slæmt skot fyrir leikmenn HK er ágætt skot fyrir leikmenn Vals, ágætt skot fyrir HK er gott fyrir Val og svo framvegis. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon var aðalmaðurinn í sóknarleik Vals í dag með 7 mörk úr 9 skotum og 4 sköpuð færi. Gestirnir réðu ekkert við Magnús sem gat oftar en ekki búið sér til skot úr engu. Annars er erfitt að gagnrýna einhvern af útileikmönnum Vals þar sem þeir áttu allir fína leiki. Arnór Snær Óskarsson átti góða innkomu bæði í skyttunni og horninu í síðari hálfleik en hann skoraði nokkur lagleg mörk. Valsvörnin var gríðarlega þétt í síðari hálfleik og fá þristarnir þeirra þeir, Alexander, Tjörvi og Þorgils punkt í kladdann héðan. Daníel Freyr Andrésson var síðan með sína venjulegu tæplega 40% vörslu í leiknum. Blær Henriksson og Þorgeir Bjarki Davíðsson voru sprækustu leikmenn HK sóknarlega með samtals 9 mörk. Eiríkur Guðni Þórarinsson átti síðan flottan leik varnarlega á móti sínu uppeldisfélagi. Hvað gekk illa? 7 á móti 6 tilraunin hjá HK gekk ekki nógu vel í kvöld en maður svo sem að reyna eitthvað þegar maður er að spila á móti töluvert sterkara liði eins og HK voru að gera í kvöld. Hvað gerist næst? Valsmenn fara norður um helgina þar sem þeir geta mögulega tryggt sér deildarmeistaratitilinn á meðan HK taka á móti Eyjamönnum á miðvikudaginn eftir viku. Snorri: Hef lært að þegar þið spyrjið um dómgæsluna þá er hún yfirleitt skrautleg „Fyrri hálfleikur var bara ekki nógu góður ef ég á að segja þér alveg eins og er þá var ég ekki ánægður með hann. Við komum flottir inn í seinni hálfleikinn, þetta var auðvitað bara þolinmæðisverk og vinna. Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og við áttum von á erfiðum leik en þetta var svo sannarlega erfiður leikur, ” sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Tjörvi Týr Gíslason er kominn aftur í lið Vals eftir að hafa verið á láni hjá Fram. Tjörvi kemur inn í liðið með mikilvæga breidd í vörnina og á línunni. „Ég var bara mjög ánægður með Tjörva. Hann hefur ekki verið mikið inni í þessu hjá okkur en fer Ýmir og þá var náttúrulega ekkert annað í boði en að kalla hann tilbaka. Hann á eftir að spila rullu hjá okkur og það er gott að vera kominn með þrjá eiginlega þrista sem við vorum ekki með á meðan Tjörvi var á láni.” Bekkurinn hjá Val fékk tveggja mínútna brottvísun í lok leiks þegar þeir voru yfir með 8 mörkum fyrir kjaftbrúk. Allan leikinn voru Valsmenn verulega óánægðir með dómgæsluna, Snorri vildi ekki segja of mikið um dómgæsluna en sagði þó eitthvað. „Ég hef svona reynt að sleppa því að tjá mig um dómgæsluna. Ég hef samt svona lært að þegar þið spyrjið um dómgæsluna þá er hún yfirleitt skrautleg. Þið eruð með þátt til að fara yfir þetta.” Leikur kvöldsins var sá fyrsti hjá Val í tæplega þrjár vikur útaf bikarhelginni. Bikarhelgin er vissulega orðin 5 dagar en maður verður að spyrja sig hvort 18 daga frí útaf bikarhelginni sé ekki alltof mikið sérstaklega þegar keyrslan er síðan mikil bæði fyrir og eftir hana. Auk þess eru Valsmenn ennþá í Evrópukeppni sem mun gera leikjaplan næstu vikna ennþá þéttara. „Ég er nú alveg stuðningsmaður þess að spila þétt. Ég er alveg sammála því að þetta er of löng pása. Ég hugsa meiri segja að liðin í Final 4 væru sammála því. Það hefði kannski verið hægt að spila eitthvað þarna fyrir. Ég sé samt ekki um þessi mótamál og ég veit að þau geta verið flókin. Það hefði verið hægt að spila þéttar og ég er stuðningsmaður þess en við erum líka með góða breidd og við ættum að þola smá leikjaálag.” Það kom eflaust einhverjum áhugamönnum um Olís deildina í vikunni þegar ÍBV gáfu út að Ásgeir Snær Vignisson leikmaður Vals væri að ganga til liðs við sig í sumar. Ásgeir er uppalinn Valsari og hefur alltaf verið í Val. „Hann tilkynnti okkur fyrst það að hann sagði upp samningnum sínum. Hann átti eitt ár eftir og nýtti sér gatið. Hann vildi leita á önnur mið. Svona er bransinn og menn verða að hugsa um sjálfan sig þrátt fyrir að menn hafi vissulega alltaf tengsl í uppeldisfélögin sín.” Elías: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka „Ég er auðvitað gríðarlega svekktur fyrst og fremst með tapið. Það var alveg vitað mál að við ættum ekki tapa fleiri leikjum. Ég er á sama tíma samt stoltur af strákunum. Við gáfum allt í þetta og höfum verið að gera það í allan vetur,” sagði Elías Már Halldórsson þjálfari HK eftir leik kvöldsins. HK eru með gríðarlega ungt lið með mikið af uppöldum strákum. Það má vonast til þess að þeir taki reynsluna úr Olís deildinni með sér niður í Grill 66 deildina og komi tvíefldir aftur í Olís haustið 2021. „Ég tók við þessu verkefni síðasta sumar. Þá vorum við með svona 3 ára plan í gangi og fórum frekar óvænt upp. Mér finnst við hafa unnið vel í okkar málum en því miður þá var fyrri umferðin okkur mjög erfið. Við náðum ekki í eitt einasta stig þar en við vorum auðvitað reynslulausir, klaufar og allt það. Við vorum líka að berjast við mikil meiðsli á fyrri hlutanum en núna í seinni hlutanum höfum við bara verið að spila mjög vel og ég er sannfærður um það að ef mótið hefði byrjað um jólin værum við ekki að falla.” HK spiluðu flottan fyrri hálfleik þrátt fyrir klaufalega byrjun. Þeir náðu að jafna stöðuna í hálfleik eftir að hafa verið undir með 4 mörkum á tímapunkti í fyrri hálfleik. „Við vorum að láta reyna á Val sem er auðvitað frábært lið. Þeir eru búnir að vera eitt best spilandi liðið undanfarnar vikur. Ég er bara mjög stoltur af strákunum, það var brekka í byrjun og við unnum okkur út úr því og náðum að koma þessu yfir í jafnan leik. Því miður þá keyrðu þeir gríðarlega á okkur hér í seinni hálfleik og við náðum ekki að stoppa þá.” Valsmenn áttu síðari hálfleikinn alveg frá A til Ö en þeir unnu hann 18-10. Elías viðurkennir þó bara getu muninn á liðunum og er samt sem áður sáttur með sína stráka. „Það eru auðvitað bara frábær gæði í Valsliðinu. Úrslitin segja ekki endilega til um leikinn. Þetta var auðvitað bara mjög erfitt. Þeir keyrðu á okkur og við náðum ekki að koma okkur tilbaka. Það er bara þannig að við töpuðum fyrir frábæru liði. Ég er samt gríðarlega sáttur með strákana í dag.” Leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn voru allir óánægðir með dómgæsluna í þessum leik. Elías fékk gult spald í seinni hálfleik og Snorri fékk tveggja mínútnu brottvísun undir lok leiksins fyrir kjaftbrúk. Elías hafði sterkar skoðanir á dómgæslunni eftir leik. „Það segir allt sem segja þarf að Valur voru að vinna með 8 marka mun en það er samt allt í klessu. Það voru eldar út um allan völl. Þetta er held ég sjöundi eða áttundi leikurinn sem þeir dæma hjá okkur í vetur[Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson] í minningunni var einn leikur þar sem þeir voru góðir. Þetta er tilviljanakennt út um allan völl. ” „Það virðist alltaf allt vera kolvitlaust, báðir þjálfarar og ritaraborðið það virðist allt vera kolvitlaust. Það vill engan taka þá í gegn og fara yfir málin. Það er alltaf bara bent á okkur þjálfarana að við séum kolvitlausir. Þeir fá alltaf bara 9,5 í einkunn og leik í Olís deildinni í næstu umferð. Ég þekki ekki þessar reglur en við erum að falla og ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka. ”
Olís-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira