Erlent

Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur

Samúel Karl Ólason skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. EPA/SALVATORE DI NOLFI

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. Á blaðamannafundi nú fyrir skömmu lýsti Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, yfir áhyggjum vegna dreifingar veirunnar og sömuleiðis yfir „ógnvekjandi aðgerðaleysi“.

Það væri þó alls ekki of seint að bregðast við og draga verulega úr skaðanum frá faraldrinum.

Yfirlýsing WHO felur meðal annars í sér breyttar áherslur varðandi stofnunarinnar um að yfirvöld ættu að verja minna púðri í forvarnir og einblína frekar á að undirbúa sjúkrahús og og fækka samkomum, samkvæmt Washington Post.

Adhanom sagði ríkisstjórnir heimsins þurfa að finna jafnvægi á milli þess að vernda heilsu fólks, draga úr truflunum og því að bera virðingu fyrir mannslífum.

Heilt yfir hafa um 120 þúsund manns smitast af veirunni á heimsvísu, svo vitað sé. Minnst 4.300 eru dánir og þar af um þrjú þúsund í Kína.

Rúmlega 600 manns hafa dáið á Ítalíu og vel á fjórða hundrað í Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×