Inngrip í þágu ungra kvenna Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. maí 2020 07:30 Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkn Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun