Ekkert grín að vera óstundvís Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. maí 2020 09:01 Að þjálfa sig í stundvísi er hægt en getur verið hægara sagt en gert fyrir marga. Vísir/Getty Á sama tíma og sumir geta státað sig af því að vera alltaf stundvísir, eru aðrir sem eru alltaf of seinir. Ef ekki of seinir, þá í það minnsta að mæta bara alveg á mínútunni. Þetta gæti átt við um mætingu til vinnu eða á fundi. Samt er það þannig að þeir sem eru óstundvísir finnst það oftar en ekki mjög óþægilegt sjálfum. Þetta er ekki markviss ætlun þeirra en virðist þó síendurtekið verða að leiðandi vana. Diana DeLonzor er höfundur bókarinnar Never Be Late Again. Þá bók segist hún hafa skrifað vegna þess að sjálf var hún alltaf of sein. Stundum fór hún í átak, vaknaði klukkan sex á morgnana til að mæta á réttum tíma í vinnuna. En allt kom fyrir ekki, hún var samt ekki mætt þangað fyrr en rúmlega klukkan níu. Margir upplifa óstundvísi fólks sem kæruleysi eða óvirðingu gagnvart öðrum. Í viðtali við Time segir DeLonzo segir þetta alls kostar ekki rétt, óstundvísi eigi sér oftar en ekki dýpri rætur en það. Máli sínu til stuðnings bendir DeLonzo á könnun sem gerð Háskólinn í San Francisco. Þar sýndu niðurstöður að 17% svarenda eiga við þann vanda að vera óstundvísir. Þegar rýnt var í hegðun og mynstur hjá þessum hópi kom í ljós að óstundvísu einstaklingarnir áttu margt sameiginlegat. Margir glíma við athyglisbrest en eins voru atriði eins og að borða of mikið, drekka of mikið, eyða of oft peningum umhugsunarlaust og fleira. Þá komu fram atriði eins og kvíði eða sambærilegar raskanir á innri líðan. Svipaðan tón mátti sjá í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í San Diego. Þær benda til þess að fyrir óstundvísa geti það verið mikil og stór áskorun að fást við að þjálfa sig í stundvísi. Oft þurfi að skoða í grunninn hjá hverjum og einum einstaklingi hvaða hegðun eða líðan er að gera það að verkum að viðkomandi er óstundvís. Að þjálfa sig í stundvísi er þó eitthvað sem allir óstundvísir geta gert og þar mælir DeLonzor með því að hver og einn byrji á því að spyrja sjálfan sig spurninga eins og : Er ég alltaf sein/n eða er ég bara sein/n á vissa staði eða viðburði? Hvernig líður mér þegar ég er sein/n? Hvað er það í þessi skipti sem veldur því? Eins að skoða hversu seint verið er að mæta. Skeikar það örfáum mínútum, tíu mínútum eða allt að hálftíma? Þrjár týpur óstundvísra Að sögn DeLonzor eru einkenni óstundvísra flokkuð í sjö mismunandi flokka en langflestir tilheyra þremur þeirra. Þessir þrír flokkar eru eftirfarandi: «Fólkið sem segist vinna best undir álagi og þrífst best á því að mæta hreinlega á mínútunni, það er alltaf brjálað að gera. Oft finnst fólki í þessum hópi erfitt að vinna verkefni sem ekki hafa ákveðinn skilatíma. Þessum hópi getur hreinlega farið að leiðast ef það er ekki svolítið stress í gangi. «Síðan er það týpan sem reynir að gera eins mikið á eins skömmum tíma og hægt er. Verkefnalistinn hjá þessu fólki er oft mjög langur og hér fer ekki mínúta til spillis. Allt gengur út á að nýta tímann sem best og vera á fullu og því á þessi hópur það svolítið til að vera ofhlaðinn verkefnum. Að hafa ekki mjög mikið að gera er fyrir þennan hóp tímaeyðsla. «Þriðji týpan er síðan einstaklingurinn sem á auðvelt með að missa athyglina sem þýðir að áður en viðkomandi veit af, er öll tímaáætlun úr skorðum. Svo margt í umhverfinu getur trufla og áður en viðkomandi veit af hefur mikill tími farið til spillis án þess að það hafi verið ætlunin. Þetta er fólkið sem fattar oft ekki hvað tímanum líður, er alltaf að leita af bíllyklunum sínum og á það til að gleyma bókuðum tímum. Góðu ráðin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira
Á sama tíma og sumir geta státað sig af því að vera alltaf stundvísir, eru aðrir sem eru alltaf of seinir. Ef ekki of seinir, þá í það minnsta að mæta bara alveg á mínútunni. Þetta gæti átt við um mætingu til vinnu eða á fundi. Samt er það þannig að þeir sem eru óstundvísir finnst það oftar en ekki mjög óþægilegt sjálfum. Þetta er ekki markviss ætlun þeirra en virðist þó síendurtekið verða að leiðandi vana. Diana DeLonzor er höfundur bókarinnar Never Be Late Again. Þá bók segist hún hafa skrifað vegna þess að sjálf var hún alltaf of sein. Stundum fór hún í átak, vaknaði klukkan sex á morgnana til að mæta á réttum tíma í vinnuna. En allt kom fyrir ekki, hún var samt ekki mætt þangað fyrr en rúmlega klukkan níu. Margir upplifa óstundvísi fólks sem kæruleysi eða óvirðingu gagnvart öðrum. Í viðtali við Time segir DeLonzo segir þetta alls kostar ekki rétt, óstundvísi eigi sér oftar en ekki dýpri rætur en það. Máli sínu til stuðnings bendir DeLonzo á könnun sem gerð Háskólinn í San Francisco. Þar sýndu niðurstöður að 17% svarenda eiga við þann vanda að vera óstundvísir. Þegar rýnt var í hegðun og mynstur hjá þessum hópi kom í ljós að óstundvísu einstaklingarnir áttu margt sameiginlegat. Margir glíma við athyglisbrest en eins voru atriði eins og að borða of mikið, drekka of mikið, eyða of oft peningum umhugsunarlaust og fleira. Þá komu fram atriði eins og kvíði eða sambærilegar raskanir á innri líðan. Svipaðan tón mátti sjá í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í San Diego. Þær benda til þess að fyrir óstundvísa geti það verið mikil og stór áskorun að fást við að þjálfa sig í stundvísi. Oft þurfi að skoða í grunninn hjá hverjum og einum einstaklingi hvaða hegðun eða líðan er að gera það að verkum að viðkomandi er óstundvís. Að þjálfa sig í stundvísi er þó eitthvað sem allir óstundvísir geta gert og þar mælir DeLonzor með því að hver og einn byrji á því að spyrja sjálfan sig spurninga eins og : Er ég alltaf sein/n eða er ég bara sein/n á vissa staði eða viðburði? Hvernig líður mér þegar ég er sein/n? Hvað er það í þessi skipti sem veldur því? Eins að skoða hversu seint verið er að mæta. Skeikar það örfáum mínútum, tíu mínútum eða allt að hálftíma? Þrjár týpur óstundvísra Að sögn DeLonzor eru einkenni óstundvísra flokkuð í sjö mismunandi flokka en langflestir tilheyra þremur þeirra. Þessir þrír flokkar eru eftirfarandi: «Fólkið sem segist vinna best undir álagi og þrífst best á því að mæta hreinlega á mínútunni, það er alltaf brjálað að gera. Oft finnst fólki í þessum hópi erfitt að vinna verkefni sem ekki hafa ákveðinn skilatíma. Þessum hópi getur hreinlega farið að leiðast ef það er ekki svolítið stress í gangi. «Síðan er það týpan sem reynir að gera eins mikið á eins skömmum tíma og hægt er. Verkefnalistinn hjá þessu fólki er oft mjög langur og hér fer ekki mínúta til spillis. Allt gengur út á að nýta tímann sem best og vera á fullu og því á þessi hópur það svolítið til að vera ofhlaðinn verkefnum. Að hafa ekki mjög mikið að gera er fyrir þennan hóp tímaeyðsla. «Þriðji týpan er síðan einstaklingurinn sem á auðvelt með að missa athyglina sem þýðir að áður en viðkomandi veit af, er öll tímaáætlun úr skorðum. Svo margt í umhverfinu getur trufla og áður en viðkomandi veit af hefur mikill tími farið til spillis án þess að það hafi verið ætlunin. Þetta er fólkið sem fattar oft ekki hvað tímanum líður, er alltaf að leita af bíllyklunum sínum og á það til að gleyma bókuðum tímum.
Góðu ráðin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira