Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 12:28 Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtakanna, ásamt ærinni Grádísi og 3ja daga lambi hennar, en myndin var tekin í Fljótshlíð í morgun. Mynd/Ágúst Jensson. Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð, í tilefni viðtala við þá Ólaf Arnalds prófessor og Árna Bragason landgræðslustjóra um gæðastýringu sauðfjárræktar. Oddný Steina segir að umræðan um beitarmál hafi of oft verið byggð á tilfinningarökum og viðhorfum fremur en beinum rannsóknum og mælingum. Í pistli sem hún birtir á fésbókarsíðu sinni lýsir hún matskvarðanum sem notaður er til meta ástand beitilands. „Falli beitiland í ástandsflokka 3, 4 og 5 að þriðjungi eða meira (>33%) telst landið ósjálfbært til beitar eða ef 5% eða meira af landinu flokkast í ástandsflokk 5. Það hljóta allir að sjá að þessi flokkun ein og sér er ákaflega mikil einföldun við mat á sjálfbærni. Þessi mörk byggja mér vitanlega ekki á eiginlegum rannsóknum heldur einfaldlega hlutfalli sem talin hafa verið hæfileg. Þessi viðmið, sem hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið, geta vart talist sterkur faglegur grunnur fyrir þetta mat. Hvað þá upphaf og endir þess sem telst rangt og rétt eins og vænta má af orðræðunni,“ segir Oddný Steina og rekur ímynduð dæmi á heimasíðu sinni máli sínu til stuðnings. Oddný Steina var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda í þrjú ár. Eyjafjallajökull í baksýn.Mynd/Auður Ágústsdóttir. Hún segir að þessi mjög einfalda flokkun lands hafi verið notuð til að sigta út viðkvæmari svæði. Hún viðurkennir þó að með einhverjum hætti verði að nálgast stýringuna og það sé ef til vill ekki órökrétt að byrja þarna; að beina fjármagni og orku að þeim svæðum sem séu í lakara ástandi. „Á beitarsvæðum sem lenda utan prósentumarka sjálfbærniviðmiða er unnið að landbótaáætlunum þar sem bændur í samvinnu við fagaðila setja upp áætlun um atriði eins og nýtingartíma, beitarfriðun og uppgræðsluaðgerðir. Það er þessi vinna sem hefur verið kölluð grænþvottur og blekkingar í fjölmiðlum undanfarna daga. Ég ætla ekki að hafa nein frekari orð um þessi ummæli en ég held þau dæmi sig sjálf þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn,“ segir Oddný Steina. „Má í þessu samhengi hæglega leiða að því líkum að á mörgum þessara svæða sé framför gróðurs hraðari með þessu fyrirkomulagi vegna þeirrar vinnu sem stunduð er af landnotendum, heldur en ef ekkert væri gert annað en að friða svæðin.“ Hún segir Landssamtök sauðfjárbænda lengi hafa talað fyrir því að faglegur grunnur við mat á sjálfbærni verði styrktur og viðmið um sjálfbæra nýtingu betrumbætt. Þar hafi fyrst og fremst verið horft til þess að meta þróun gróðurfars. Landssamtökin hafi talað sleitulaust fyrir því að farið verði í öflugt vöktunarverkefni á gróðurfari. Hún nefnir að í kjölfar nýrra búvörusamninga árið 2017 hafi verkefnið Grólind, samstarfsverkefni bænda, Landgræðslu og stjórnvalda um vöktun gróðurfars, verið sett af stað undir stjórn Landgræðslunnar. „Það er von mín að við munum hafa þolgæði til að nýta niðurstöður þessa vöktunarverkefnis til að efla og bæta stjórn beitarmála á faglegum forsendum í samvinnu við notendur eins og til var stofnað,“ segir Oddný Steina Valsdóttir. Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð, í tilefni viðtala við þá Ólaf Arnalds prófessor og Árna Bragason landgræðslustjóra um gæðastýringu sauðfjárræktar. Oddný Steina segir að umræðan um beitarmál hafi of oft verið byggð á tilfinningarökum og viðhorfum fremur en beinum rannsóknum og mælingum. Í pistli sem hún birtir á fésbókarsíðu sinni lýsir hún matskvarðanum sem notaður er til meta ástand beitilands. „Falli beitiland í ástandsflokka 3, 4 og 5 að þriðjungi eða meira (>33%) telst landið ósjálfbært til beitar eða ef 5% eða meira af landinu flokkast í ástandsflokk 5. Það hljóta allir að sjá að þessi flokkun ein og sér er ákaflega mikil einföldun við mat á sjálfbærni. Þessi mörk byggja mér vitanlega ekki á eiginlegum rannsóknum heldur einfaldlega hlutfalli sem talin hafa verið hæfileg. Þessi viðmið, sem hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið, geta vart talist sterkur faglegur grunnur fyrir þetta mat. Hvað þá upphaf og endir þess sem telst rangt og rétt eins og vænta má af orðræðunni,“ segir Oddný Steina og rekur ímynduð dæmi á heimasíðu sinni máli sínu til stuðnings. Oddný Steina var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda í þrjú ár. Eyjafjallajökull í baksýn.Mynd/Auður Ágústsdóttir. Hún segir að þessi mjög einfalda flokkun lands hafi verið notuð til að sigta út viðkvæmari svæði. Hún viðurkennir þó að með einhverjum hætti verði að nálgast stýringuna og það sé ef til vill ekki órökrétt að byrja þarna; að beina fjármagni og orku að þeim svæðum sem séu í lakara ástandi. „Á beitarsvæðum sem lenda utan prósentumarka sjálfbærniviðmiða er unnið að landbótaáætlunum þar sem bændur í samvinnu við fagaðila setja upp áætlun um atriði eins og nýtingartíma, beitarfriðun og uppgræðsluaðgerðir. Það er þessi vinna sem hefur verið kölluð grænþvottur og blekkingar í fjölmiðlum undanfarna daga. Ég ætla ekki að hafa nein frekari orð um þessi ummæli en ég held þau dæmi sig sjálf þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn,“ segir Oddný Steina. „Má í þessu samhengi hæglega leiða að því líkum að á mörgum þessara svæða sé framför gróðurs hraðari með þessu fyrirkomulagi vegna þeirrar vinnu sem stunduð er af landnotendum, heldur en ef ekkert væri gert annað en að friða svæðin.“ Hún segir Landssamtök sauðfjárbænda lengi hafa talað fyrir því að faglegur grunnur við mat á sjálfbærni verði styrktur og viðmið um sjálfbæra nýtingu betrumbætt. Þar hafi fyrst og fremst verið horft til þess að meta þróun gróðurfars. Landssamtökin hafi talað sleitulaust fyrir því að farið verði í öflugt vöktunarverkefni á gróðurfari. Hún nefnir að í kjölfar nýrra búvörusamninga árið 2017 hafi verkefnið Grólind, samstarfsverkefni bænda, Landgræðslu og stjórnvalda um vöktun gróðurfars, verið sett af stað undir stjórn Landgræðslunnar. „Það er von mín að við munum hafa þolgæði til að nýta niðurstöður þessa vöktunarverkefnis til að efla og bæta stjórn beitarmála á faglegum forsendum í samvinnu við notendur eins og til var stofnað,“ segir Oddný Steina Valsdóttir.
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11