Markaveisla í München Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. maí 2020 18:26 Úr leiknum í dag. Vísir/getty Það var boðið upp á markaveislu í München í dag þegar heimamenn í Bayern fengu Eintracht Frankfurt í heimsókn í síðasta leik dagsins í þýsku Bundesligunni. Leon Goretzka hóf veisluna þegar hann skoraði eftir góðan undirbúning Thomas Müller. Müller var svo sjálfur á skotskónum skömmu síðar og sá til þess að Bæjarar fóru með tveggja marka forystu í leikhléið. Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks komst markahrókurinn Robert Lewandowski á blað og hafa eflaust margir talið að úrslitin væru ráðin. Gestirnir gáfust þó ekki upp og tvö mörk frá austurríska varnarmanninum Martin Hinteregger á 52. og 55.mínútu gáfu Frankfurt óvænta líflinu. Alphonso Davies slökkti hins vegar í vonum gestanna skömmu síðar og Hinteregger varð svo fyrir því óláni að skora í eigið net sem gulltryggði þriggja marka sigur þýsku meistaranna, 5-2. Toppliðin í Þýskalandi, Bayern og Borussia Dortmund mætast í næstu umferð en sá leikur fer fram næstkomandi þriðjudag og er gífurlega mikilvægur í baráttunni um meistaratitilinn. Þýski boltinn
Það var boðið upp á markaveislu í München í dag þegar heimamenn í Bayern fengu Eintracht Frankfurt í heimsókn í síðasta leik dagsins í þýsku Bundesligunni. Leon Goretzka hóf veisluna þegar hann skoraði eftir góðan undirbúning Thomas Müller. Müller var svo sjálfur á skotskónum skömmu síðar og sá til þess að Bæjarar fóru með tveggja marka forystu í leikhléið. Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks komst markahrókurinn Robert Lewandowski á blað og hafa eflaust margir talið að úrslitin væru ráðin. Gestirnir gáfust þó ekki upp og tvö mörk frá austurríska varnarmanninum Martin Hinteregger á 52. og 55.mínútu gáfu Frankfurt óvænta líflinu. Alphonso Davies slökkti hins vegar í vonum gestanna skömmu síðar og Hinteregger varð svo fyrir því óláni að skora í eigið net sem gulltryggði þriggja marka sigur þýsku meistaranna, 5-2. Toppliðin í Þýskalandi, Bayern og Borussia Dortmund mætast í næstu umferð en sá leikur fer fram næstkomandi þriðjudag og er gífurlega mikilvægur í baráttunni um meistaratitilinn.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“