Anna Margrét er enn sárlasin á tíunda degi með Covid-19 Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 22:22 Anna Margrét Jónsdóttir vann alla mögulega íslenska titla í fegurð á sínum tíma, var valin Stjarna Hollywood, Fulltrúi ungu kynslóðarinnar, Ungfrú Reykjavík og Fegurðardrottning Íslands árið 1987. Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Þessu greinir Anna Margrét frá í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld og lýsir veikindunum jafnframt nánar í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét telur að hún hafi verið um það bil sú fimmtánda sem smitaðist af veirunni hér á landi. Þá ber hún veikindunum af völdum veirunnar afar illa söguna; hún lýsir því að hún sé nú á degi tíu í veikindum og enn þá lasin. Raunar hafi hún aldrei fengið svona svæsna flensu. Það sé þó á dagskrá að hressast sem allra fyrst. Eiginmaðurinn „létt sýktur“ Anna Margrét vildi ekk tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en hún lýsir veikindunum og aðdraganda þeirra frekar í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa verið í Selva á Ítalíu á skíðum, þar sem greinilega hafi verið kjöraðstæður fyrir veiruna. Hún og eiginmaður hennar, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen, hafi verið á ferðalagi með vinapari sínu en varið tíma með fleiri Íslendingum. Sjö af tíu í hópnum hafi að endingu smitast. „Þetta byrjaði sem væg flensa, hálsbólga og kvef. Ég hætti síðan að finna bragð á fimmta degi - ekki gott. Flensan hefur svo frekar versnað - dagur níu var verstur. Ég stend í þeirri trú að þetta sé að batna nú í kvöld, á degi 10, maður verður bara að halda það,“ segir Anna Margrét í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét, eiginmaður hennar og sonur hafa jafnframt verið í einangrun heima við undanfarna daga. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið að eiginmaðurinn sé aðeins „létt sýktur“ og sonurinn raunar alls ekki. Sá síðastnefndi sé þó að „deyja úr leiðindum“ í einangruninni heima. Alls hafa nú níutíu kórónuveirusmit verið staðfest á Íslandi. Langflestir sem hafa greinst með veiruna hér á landi hafa verið á skíðum í Ölpunum, sem nú hafa allir verið skilgreindir sem hættusvæði. Einn liggur verulega veikur inni á Landspítalanum vegna veirunnar hér á landi. Í dag skilgreindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) útbreiðslu Covid-19-sjúkdómsins sem heimsfaraldur. Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Þessu greinir Anna Margrét frá í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld og lýsir veikindunum jafnframt nánar í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét telur að hún hafi verið um það bil sú fimmtánda sem smitaðist af veirunni hér á landi. Þá ber hún veikindunum af völdum veirunnar afar illa söguna; hún lýsir því að hún sé nú á degi tíu í veikindum og enn þá lasin. Raunar hafi hún aldrei fengið svona svæsna flensu. Það sé þó á dagskrá að hressast sem allra fyrst. Eiginmaðurinn „létt sýktur“ Anna Margrét vildi ekk tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en hún lýsir veikindunum og aðdraganda þeirra frekar í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa verið í Selva á Ítalíu á skíðum, þar sem greinilega hafi verið kjöraðstæður fyrir veiruna. Hún og eiginmaður hennar, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen, hafi verið á ferðalagi með vinapari sínu en varið tíma með fleiri Íslendingum. Sjö af tíu í hópnum hafi að endingu smitast. „Þetta byrjaði sem væg flensa, hálsbólga og kvef. Ég hætti síðan að finna bragð á fimmta degi - ekki gott. Flensan hefur svo frekar versnað - dagur níu var verstur. Ég stend í þeirri trú að þetta sé að batna nú í kvöld, á degi 10, maður verður bara að halda það,“ segir Anna Margrét í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét, eiginmaður hennar og sonur hafa jafnframt verið í einangrun heima við undanfarna daga. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið að eiginmaðurinn sé aðeins „létt sýktur“ og sonurinn raunar alls ekki. Sá síðastnefndi sé þó að „deyja úr leiðindum“ í einangruninni heima. Alls hafa nú níutíu kórónuveirusmit verið staðfest á Íslandi. Langflestir sem hafa greinst með veiruna hér á landi hafa verið á skíðum í Ölpunum, sem nú hafa allir verið skilgreindir sem hættusvæði. Einn liggur verulega veikur inni á Landspítalanum vegna veirunnar hér á landi. Í dag skilgreindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) útbreiðslu Covid-19-sjúkdómsins sem heimsfaraldur.
Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01
Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30
Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11