Anna Margrét er enn sárlasin á tíunda degi með Covid-19 Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 22:22 Anna Margrét Jónsdóttir vann alla mögulega íslenska titla í fegurð á sínum tíma, var valin Stjarna Hollywood, Fulltrúi ungu kynslóðarinnar, Ungfrú Reykjavík og Fegurðardrottning Íslands árið 1987. Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Þessu greinir Anna Margrét frá í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld og lýsir veikindunum jafnframt nánar í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét telur að hún hafi verið um það bil sú fimmtánda sem smitaðist af veirunni hér á landi. Þá ber hún veikindunum af völdum veirunnar afar illa söguna; hún lýsir því að hún sé nú á degi tíu í veikindum og enn þá lasin. Raunar hafi hún aldrei fengið svona svæsna flensu. Það sé þó á dagskrá að hressast sem allra fyrst. Eiginmaðurinn „létt sýktur“ Anna Margrét vildi ekk tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en hún lýsir veikindunum og aðdraganda þeirra frekar í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa verið í Selva á Ítalíu á skíðum, þar sem greinilega hafi verið kjöraðstæður fyrir veiruna. Hún og eiginmaður hennar, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen, hafi verið á ferðalagi með vinapari sínu en varið tíma með fleiri Íslendingum. Sjö af tíu í hópnum hafi að endingu smitast. „Þetta byrjaði sem væg flensa, hálsbólga og kvef. Ég hætti síðan að finna bragð á fimmta degi - ekki gott. Flensan hefur svo frekar versnað - dagur níu var verstur. Ég stend í þeirri trú að þetta sé að batna nú í kvöld, á degi 10, maður verður bara að halda það,“ segir Anna Margrét í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét, eiginmaður hennar og sonur hafa jafnframt verið í einangrun heima við undanfarna daga. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið að eiginmaðurinn sé aðeins „létt sýktur“ og sonurinn raunar alls ekki. Sá síðastnefndi sé þó að „deyja úr leiðindum“ í einangruninni heima. Alls hafa nú níutíu kórónuveirusmit verið staðfest á Íslandi. Langflestir sem hafa greinst með veiruna hér á landi hafa verið á skíðum í Ölpunum, sem nú hafa allir verið skilgreindir sem hættusvæði. Einn liggur verulega veikur inni á Landspítalanum vegna veirunnar hér á landi. Í dag skilgreindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) útbreiðslu Covid-19-sjúkdómsins sem heimsfaraldur. Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Þessu greinir Anna Margrét frá í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld og lýsir veikindunum jafnframt nánar í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét telur að hún hafi verið um það bil sú fimmtánda sem smitaðist af veirunni hér á landi. Þá ber hún veikindunum af völdum veirunnar afar illa söguna; hún lýsir því að hún sé nú á degi tíu í veikindum og enn þá lasin. Raunar hafi hún aldrei fengið svona svæsna flensu. Það sé þó á dagskrá að hressast sem allra fyrst. Eiginmaðurinn „létt sýktur“ Anna Margrét vildi ekk tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en hún lýsir veikindunum og aðdraganda þeirra frekar í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa verið í Selva á Ítalíu á skíðum, þar sem greinilega hafi verið kjöraðstæður fyrir veiruna. Hún og eiginmaður hennar, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen, hafi verið á ferðalagi með vinapari sínu en varið tíma með fleiri Íslendingum. Sjö af tíu í hópnum hafi að endingu smitast. „Þetta byrjaði sem væg flensa, hálsbólga og kvef. Ég hætti síðan að finna bragð á fimmta degi - ekki gott. Flensan hefur svo frekar versnað - dagur níu var verstur. Ég stend í þeirri trú að þetta sé að batna nú í kvöld, á degi 10, maður verður bara að halda það,“ segir Anna Margrét í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét, eiginmaður hennar og sonur hafa jafnframt verið í einangrun heima við undanfarna daga. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið að eiginmaðurinn sé aðeins „létt sýktur“ og sonurinn raunar alls ekki. Sá síðastnefndi sé þó að „deyja úr leiðindum“ í einangruninni heima. Alls hafa nú níutíu kórónuveirusmit verið staðfest á Íslandi. Langflestir sem hafa greinst með veiruna hér á landi hafa verið á skíðum í Ölpunum, sem nú hafa allir verið skilgreindir sem hættusvæði. Einn liggur verulega veikur inni á Landspítalanum vegna veirunnar hér á landi. Í dag skilgreindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) útbreiðslu Covid-19-sjúkdómsins sem heimsfaraldur.
Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01
Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30
Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11