Anna Margrét er enn sárlasin á tíunda degi með Covid-19 Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 22:22 Anna Margrét Jónsdóttir vann alla mögulega íslenska titla í fegurð á sínum tíma, var valin Stjarna Hollywood, Fulltrúi ungu kynslóðarinnar, Ungfrú Reykjavík og Fegurðardrottning Íslands árið 1987. Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Þessu greinir Anna Margrét frá í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld og lýsir veikindunum jafnframt nánar í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét telur að hún hafi verið um það bil sú fimmtánda sem smitaðist af veirunni hér á landi. Þá ber hún veikindunum af völdum veirunnar afar illa söguna; hún lýsir því að hún sé nú á degi tíu í veikindum og enn þá lasin. Raunar hafi hún aldrei fengið svona svæsna flensu. Það sé þó á dagskrá að hressast sem allra fyrst. Eiginmaðurinn „létt sýktur“ Anna Margrét vildi ekk tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en hún lýsir veikindunum og aðdraganda þeirra frekar í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa verið í Selva á Ítalíu á skíðum, þar sem greinilega hafi verið kjöraðstæður fyrir veiruna. Hún og eiginmaður hennar, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen, hafi verið á ferðalagi með vinapari sínu en varið tíma með fleiri Íslendingum. Sjö af tíu í hópnum hafi að endingu smitast. „Þetta byrjaði sem væg flensa, hálsbólga og kvef. Ég hætti síðan að finna bragð á fimmta degi - ekki gott. Flensan hefur svo frekar versnað - dagur níu var verstur. Ég stend í þeirri trú að þetta sé að batna nú í kvöld, á degi 10, maður verður bara að halda það,“ segir Anna Margrét í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét, eiginmaður hennar og sonur hafa jafnframt verið í einangrun heima við undanfarna daga. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið að eiginmaðurinn sé aðeins „létt sýktur“ og sonurinn raunar alls ekki. Sá síðastnefndi sé þó að „deyja úr leiðindum“ í einangruninni heima. Alls hafa nú níutíu kórónuveirusmit verið staðfest á Íslandi. Langflestir sem hafa greinst með veiruna hér á landi hafa verið á skíðum í Ölpunum, sem nú hafa allir verið skilgreindir sem hættusvæði. Einn liggur verulega veikur inni á Landspítalanum vegna veirunnar hér á landi. Í dag skilgreindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) útbreiðslu Covid-19-sjúkdómsins sem heimsfaraldur. Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Þessu greinir Anna Margrét frá í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld og lýsir veikindunum jafnframt nánar í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét telur að hún hafi verið um það bil sú fimmtánda sem smitaðist af veirunni hér á landi. Þá ber hún veikindunum af völdum veirunnar afar illa söguna; hún lýsir því að hún sé nú á degi tíu í veikindum og enn þá lasin. Raunar hafi hún aldrei fengið svona svæsna flensu. Það sé þó á dagskrá að hressast sem allra fyrst. Eiginmaðurinn „létt sýktur“ Anna Margrét vildi ekk tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en hún lýsir veikindunum og aðdraganda þeirra frekar í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa verið í Selva á Ítalíu á skíðum, þar sem greinilega hafi verið kjöraðstæður fyrir veiruna. Hún og eiginmaður hennar, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen, hafi verið á ferðalagi með vinapari sínu en varið tíma með fleiri Íslendingum. Sjö af tíu í hópnum hafi að endingu smitast. „Þetta byrjaði sem væg flensa, hálsbólga og kvef. Ég hætti síðan að finna bragð á fimmta degi - ekki gott. Flensan hefur svo frekar versnað - dagur níu var verstur. Ég stend í þeirri trú að þetta sé að batna nú í kvöld, á degi 10, maður verður bara að halda það,“ segir Anna Margrét í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét, eiginmaður hennar og sonur hafa jafnframt verið í einangrun heima við undanfarna daga. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið að eiginmaðurinn sé aðeins „létt sýktur“ og sonurinn raunar alls ekki. Sá síðastnefndi sé þó að „deyja úr leiðindum“ í einangruninni heima. Alls hafa nú níutíu kórónuveirusmit verið staðfest á Íslandi. Langflestir sem hafa greinst með veiruna hér á landi hafa verið á skíðum í Ölpunum, sem nú hafa allir verið skilgreindir sem hættusvæði. Einn liggur verulega veikur inni á Landspítalanum vegna veirunnar hér á landi. Í dag skilgreindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) útbreiðslu Covid-19-sjúkdómsins sem heimsfaraldur.
Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01
Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30
Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11