Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 23:26 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. Þannig hafi ekki staðið til að beina þeim sem ekki teljast til áhættuhóps inn á síma 1700, hvar m.a. er tekið við símtölum frá fólki um möguleg kórónuveirusmit. Greint var frá því á upplýsingafundi almannavarna í dag að búið væri að útvíkka ábendingar fyrir sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hingað til hafa aðeins verið tekin sýni úr þeim sem hafa verið að koma frá svæðum þar sem smitáhætta er talin mikil, og svo úr þeim sem hafa átt í samskiptum við einstaklinga með staðfesta sýkingu. Sjá einnig: Anna Margrét er enn sárlásin á tíunda degi með Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á fundinum að nú yrði hins vegar hvatt til aukinnar sýnatöku hjá einstaklingum sem hafa hvorki verið að koma frá hættusvæðum né hafa haft tengsl við einstaklinga með staðfesta sýkingu, en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita. Þá sagði hann að boðum um þetta hefði verið komið til heilbrigðisstarfsmanna, sem og þeirra starfsmanna sem svara í síma 1700, þ.e. að hafa kröfur um sýnatöku ekki jafnstrangar og áður. Alls eru 90 staðfest kórónuveirusmit á Íslandi.vísir/vilhelm Fréttastofu er þó kunnugt um dæmi þess að starfsmaður sem svari í síma 1700, hvert þeim sem telja sig mögulega smitaða af kórónuveirunni er bent á að hringja, hafi ekki fengið upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum um þessar rýmri kröfur til sýnatöku. Inntur eftir því hvort enn eigi ef til vill eftir að láta allt starfsfólk 1700 vita af hinum útvíkkuðu kröfum segir Víðir að hann viti ekki betur en að þessar upplýsingar hafi verið sendar til allra hlutaðeigandi í dag. „En fyrst og fremst var þessu reyndar beint til heimilislækna og þeirra sem vinna á heilsugæslunni, þannig að við ætluðum ekki að beina þessum hóp inni á 1700,“ segir Víðir. „1700 er fyrst og fremst hugsað til þess að taka við þeim símtölum þar sem fólk telur sig virkilega þurfa á því að halda að fá sýni vegna einhverrar tengingar [við erlend hættusvæði].“ Þannig hefði verið lagt upp með að þeir einstaklingar, sem teldu sig ekki standa innan áhættuhóps sem átt hefur forgang í sýnatöku, gætu hringt í sína heilsugæslu á virkum degi. Inntur eftir því hvort til standi að gera verklag í kringum skimunarskilyrði skýrara segir Víðir að það verði rætt á morgun. „Við förum örugglega yfir þetta í fyrramálið, við fundum á hverjum morgni með fulltrúum heilsugæslunnar og þetta verður klárlega eitthvað sem við ræðum í fyrramálið.“ Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun fyrir veirunni á föstudag en fyrirtækið hefur fengið öll tæki og tól til að hefja skimunina. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til þess að skimunin verði framkvæmd með slembiúrtaki til að kanna hvernig veiran hefur dreift sér almennt. Áætlanir eru um að skima 3-400 manns á dag. Staðfest kórónuveirismit á Íslandi eru alls níutíu. Þegar Vísir náði tali af Víði í kvöld voru engin ný staðfest smit og átti hann ekki von á nýjum tölum þess efnis fyrr en um hádegi á morgun. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Hjúkrunarfræðingur undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi 11. mars 2020 23:09 Anna Margrét er enn sárlásin á tíunda degi með Covid-19 Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum 11. mars 2020 22:22 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætla að taka sýni úr fleirum en áður vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búið sé að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700. 11. mars 2020 16:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. Þannig hafi ekki staðið til að beina þeim sem ekki teljast til áhættuhóps inn á síma 1700, hvar m.a. er tekið við símtölum frá fólki um möguleg kórónuveirusmit. Greint var frá því á upplýsingafundi almannavarna í dag að búið væri að útvíkka ábendingar fyrir sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hingað til hafa aðeins verið tekin sýni úr þeim sem hafa verið að koma frá svæðum þar sem smitáhætta er talin mikil, og svo úr þeim sem hafa átt í samskiptum við einstaklinga með staðfesta sýkingu. Sjá einnig: Anna Margrét er enn sárlásin á tíunda degi með Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á fundinum að nú yrði hins vegar hvatt til aukinnar sýnatöku hjá einstaklingum sem hafa hvorki verið að koma frá hættusvæðum né hafa haft tengsl við einstaklinga með staðfesta sýkingu, en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita. Þá sagði hann að boðum um þetta hefði verið komið til heilbrigðisstarfsmanna, sem og þeirra starfsmanna sem svara í síma 1700, þ.e. að hafa kröfur um sýnatöku ekki jafnstrangar og áður. Alls eru 90 staðfest kórónuveirusmit á Íslandi.vísir/vilhelm Fréttastofu er þó kunnugt um dæmi þess að starfsmaður sem svari í síma 1700, hvert þeim sem telja sig mögulega smitaða af kórónuveirunni er bent á að hringja, hafi ekki fengið upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum um þessar rýmri kröfur til sýnatöku. Inntur eftir því hvort enn eigi ef til vill eftir að láta allt starfsfólk 1700 vita af hinum útvíkkuðu kröfum segir Víðir að hann viti ekki betur en að þessar upplýsingar hafi verið sendar til allra hlutaðeigandi í dag. „En fyrst og fremst var þessu reyndar beint til heimilislækna og þeirra sem vinna á heilsugæslunni, þannig að við ætluðum ekki að beina þessum hóp inni á 1700,“ segir Víðir. „1700 er fyrst og fremst hugsað til þess að taka við þeim símtölum þar sem fólk telur sig virkilega þurfa á því að halda að fá sýni vegna einhverrar tengingar [við erlend hættusvæði].“ Þannig hefði verið lagt upp með að þeir einstaklingar, sem teldu sig ekki standa innan áhættuhóps sem átt hefur forgang í sýnatöku, gætu hringt í sína heilsugæslu á virkum degi. Inntur eftir því hvort til standi að gera verklag í kringum skimunarskilyrði skýrara segir Víðir að það verði rætt á morgun. „Við förum örugglega yfir þetta í fyrramálið, við fundum á hverjum morgni með fulltrúum heilsugæslunnar og þetta verður klárlega eitthvað sem við ræðum í fyrramálið.“ Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun fyrir veirunni á föstudag en fyrirtækið hefur fengið öll tæki og tól til að hefja skimunina. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til þess að skimunin verði framkvæmd með slembiúrtaki til að kanna hvernig veiran hefur dreift sér almennt. Áætlanir eru um að skima 3-400 manns á dag. Staðfest kórónuveirismit á Íslandi eru alls níutíu. Þegar Vísir náði tali af Víði í kvöld voru engin ný staðfest smit og átti hann ekki von á nýjum tölum þess efnis fyrr en um hádegi á morgun.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Hjúkrunarfræðingur undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi 11. mars 2020 23:09 Anna Margrét er enn sárlásin á tíunda degi með Covid-19 Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum 11. mars 2020 22:22 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætla að taka sýni úr fleirum en áður vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búið sé að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700. 11. mars 2020 16:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Hjúkrunarfræðingur undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi 11. mars 2020 23:09
Anna Margrét er enn sárlásin á tíunda degi með Covid-19 Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum 11. mars 2020 22:22
Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30
Ætla að taka sýni úr fleirum en áður vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búið sé að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700. 11. mars 2020 16:12