Innlent

Inn­brot í verslun við Lauga­veg

Atli Ísleifsson skrifar
Útkallið kom á fimmta tímanum í nótt.
Útkallið kom á fimmta tímanum í nótt. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað úr verslun við Laugaveg í Reykjavík í nótt. Var þar farið inn og stolið munum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segir að útkallið hafi komið um á fimmta tímanum í nótt.

Einnig segir frá því að skömmu fyrir klukkan 18 í gær hafi bíll verið stöðvaður í Garðabæ. Var ökumaður hafi þar verið grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Ökumaðurinn er aðeins sautján ára og var því haft samband við foreldri og tilkynning send Barnavernd.

Um svipað leyti var tilkynnt um bílveltu á Suðurlandsvegi austan við Bláfjallavegar. Missti ökumaðurinn þar stjórn á bílnum í sterkri vindhviðu og valt hann einn hring.„Ökumaður og farþegi töldu sig ómeidd en ekið á Bráðadeild til frekari athugunar. Bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki,“ segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×