Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2020 07:00 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Vísir/Friðrik „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í Reykjavík síðdegis í gær. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun segja dóttur mismunað hjá Reykjavíkurborg vegna málsins. „Ég tel að það sé nauðsynlegt fyrir sveitarfélögin að það sé einhvers konar úttekt gerð á þessu viðkvæmu starfsemi þannig að starfsemin sé örugglega í samræmi við lög og reglur sem og um aðra grunnskóla,“ sagði Helgi. „Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að þarna er um sérskóla að ræða. Þetta er ekki almennur grunnskóli, þetta er eingöngu sérúrræði fyrir börn sem þurfa á slíkri þjónustu að halda og við viljum að það sé formlega staðfest að þessi börn sem þurfa á þessari sértæku þjónustu að halda að þau fái þá þjónustu sem þeim ber. Arnarskóli er starfræktur í Kópavogi og við höfum því ekkert umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum.“ Nú þegar eru fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík í Arnarskóla og sagði Helgi mikilvægt að þar sé framkvæmd úttekt og að til þess að það væri hægt þyrfti starfsemi að vera í gangi í skólanum. Hann sagði jafnframt að með svoleiðis úttekt vilji þau fá á hreint að lögum og reglugerðum sé framfylgt í skólanum. „Ef við heimilum að nemendur séu í skólanum berum við líka ábyrgð af því að heimila það.“ Hann sagði alls enga ástæðu að halda að ekki sé allt með felldu innan skólans. „Ég vil taka það sérstaklega skýrt fram að við höfum engar efasemdir um það en það skiptir bara miklu máli í opinberum rekstri að við séum að fylgja reglum.“ „Fyrir svona sérdeildir eða sérskóla eiga að vera skýrar inntökureglur og um reglurnar þarf að fjalla tvisvar í viðkomandi sveitarstjórn áður en að reglurnar eru svo samþykktar af menntamálaráðuneytinu. Við vitum ekki og höfum ekki fengið staðfestingu þess efnis að það eigi við í tilviki Arnarskóla,“ sagði Helgi. „Það eru svo ríkar skyldur á sveitarfélögin að þau starfi með réttum hætti og í samræmi við lög og reglugerðir.“ Aðrir sjálfstætt starfandi grunnskólar sem ekki sérhæfa sig í sérúrræðum væru annað mál. Þeir skólar væru betur þekktir og auðveldara væri að rýna í námsskrána og bera saman við aðra grunnskóla en sérúrræðisskóla. „Það eru almennari viðmið þar sem við þekkjum til í skólastarfinu en þarna er það sérhæft úrræði og við viljum fá rýni og staðfestingu á að formsatriðum sé fullnægt og þá með hag barnanna að leiðarljósi.“ „Við erum að reka sjálf, Reykjavíkurborg, einhverfudeildir og Klettaskóla þar sem er verið að vinna með einhverfum börnum og þau gera það afburða vel. En Arnarskóli er með sérstaka nálgun og góð nálgun fyrir mjög marga.“ Hann segir að skóla- og frístundasvið hafi staðfestingu frá foreldrum þeirra barna sem stunda nám við Arnarskóla að aðferðirnar henti mjög vel. Hann segir það þó ekki nóg, betri staðfestingu þurfi að fá. „Við þurfum að fá betri staðfestingu og líka bara í þessu umhverfi því þetta á við um fleiri úrræði og sjálfstætt starfandi aðila að lagaumhverfi okkar og reglugerðir þurfa líka að fanga þessa nýju vídd í okkar starfi.“ Reykjavík síðdegis Reykjavík Skóla - og menntamál Kópavogur Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í Reykjavík síðdegis í gær. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun segja dóttur mismunað hjá Reykjavíkurborg vegna málsins. „Ég tel að það sé nauðsynlegt fyrir sveitarfélögin að það sé einhvers konar úttekt gerð á þessu viðkvæmu starfsemi þannig að starfsemin sé örugglega í samræmi við lög og reglur sem og um aðra grunnskóla,“ sagði Helgi. „Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að þarna er um sérskóla að ræða. Þetta er ekki almennur grunnskóli, þetta er eingöngu sérúrræði fyrir börn sem þurfa á slíkri þjónustu að halda og við viljum að það sé formlega staðfest að þessi börn sem þurfa á þessari sértæku þjónustu að halda að þau fái þá þjónustu sem þeim ber. Arnarskóli er starfræktur í Kópavogi og við höfum því ekkert umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum.“ Nú þegar eru fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík í Arnarskóla og sagði Helgi mikilvægt að þar sé framkvæmd úttekt og að til þess að það væri hægt þyrfti starfsemi að vera í gangi í skólanum. Hann sagði jafnframt að með svoleiðis úttekt vilji þau fá á hreint að lögum og reglugerðum sé framfylgt í skólanum. „Ef við heimilum að nemendur séu í skólanum berum við líka ábyrgð af því að heimila það.“ Hann sagði alls enga ástæðu að halda að ekki sé allt með felldu innan skólans. „Ég vil taka það sérstaklega skýrt fram að við höfum engar efasemdir um það en það skiptir bara miklu máli í opinberum rekstri að við séum að fylgja reglum.“ „Fyrir svona sérdeildir eða sérskóla eiga að vera skýrar inntökureglur og um reglurnar þarf að fjalla tvisvar í viðkomandi sveitarstjórn áður en að reglurnar eru svo samþykktar af menntamálaráðuneytinu. Við vitum ekki og höfum ekki fengið staðfestingu þess efnis að það eigi við í tilviki Arnarskóla,“ sagði Helgi. „Það eru svo ríkar skyldur á sveitarfélögin að þau starfi með réttum hætti og í samræmi við lög og reglugerðir.“ Aðrir sjálfstætt starfandi grunnskólar sem ekki sérhæfa sig í sérúrræðum væru annað mál. Þeir skólar væru betur þekktir og auðveldara væri að rýna í námsskrána og bera saman við aðra grunnskóla en sérúrræðisskóla. „Það eru almennari viðmið þar sem við þekkjum til í skólastarfinu en þarna er það sérhæft úrræði og við viljum fá rýni og staðfestingu á að formsatriðum sé fullnægt og þá með hag barnanna að leiðarljósi.“ „Við erum að reka sjálf, Reykjavíkurborg, einhverfudeildir og Klettaskóla þar sem er verið að vinna með einhverfum börnum og þau gera það afburða vel. En Arnarskóli er með sérstaka nálgun og góð nálgun fyrir mjög marga.“ Hann segir að skóla- og frístundasvið hafi staðfestingu frá foreldrum þeirra barna sem stunda nám við Arnarskóla að aðferðirnar henti mjög vel. Hann segir það þó ekki nóg, betri staðfestingu þurfi að fá. „Við þurfum að fá betri staðfestingu og líka bara í þessu umhverfi því þetta á við um fleiri úrræði og sjálfstætt starfandi aðila að lagaumhverfi okkar og reglugerðir þurfa líka að fanga þessa nýju vídd í okkar starfi.“
Reykjavík síðdegis Reykjavík Skóla - og menntamál Kópavogur Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00
Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30