Hertz óskar eftir greiðslustöðvun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 07:49 Frá starfsstöð Hertz í Texas í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Bílaleigan Hertz í Bandaríkjunum sótti í gær um greiðslustöðvun. Fyrirtækið er eitt þeirra sem komið hefur illa út úr þeim fjárhagslegu hremmingum sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið. Það ætlar þó ekki að hætta rekstri. CNN greinir frá. „Áhrif Covid-19 á eftirspurn eftir ferðalögum voru skyndileg og mikil, sem olli óvæntri niðursveiflu í hagnaði félagsins og bókunum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar sagði einnig að þar sem óljóst væri hvenær markaður notaðra bíla og hvenær fyrirtækið gæti aftur fengið tekjur hefði greiðslustöðvun verið það eina í stöðunni. Bílaleigubransi heimsins hefur átt erfitt uppdráttar síðan ferðatakmörkunum var komið á víða um heim vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Um tveir þriðju af tekjum bílaleiga koma frá starfsstöðvum þeirra á eða við flugvelli, sem nú eru mannfærri en oft áður. Þrátt fyrir að Hertz hafi sótt um greiðslustöðvun þýðir það ekki endilega að rekstri fyrirtækisins sé lokið. Í yfirlýsingu frá Hertz segir að ferlið muni veita fyrirtækinu „traustari fjárhagslegan grundvöll sem setur fyrirtækið í góða stöðu á meðan það vinnur sig í gegnum það sem gæti verið langt efnahagslegt bataskeið.“ Hertz hefur leigt fólki bíla í meira en 100 ár, eða frá 1918, og hefur því lifað af Kreppuna miklu, frost í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og fleira. Uppfært klukkan 09:22: Vegna fyrirspurna sem fréttastofu hafa borist er rétt að árétta að um er að ræða Hertz í Norður-Ameríku, en ekki á Íslandi. Bandaríkin Bílaleigur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bílaleigan Hertz í Bandaríkjunum sótti í gær um greiðslustöðvun. Fyrirtækið er eitt þeirra sem komið hefur illa út úr þeim fjárhagslegu hremmingum sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið. Það ætlar þó ekki að hætta rekstri. CNN greinir frá. „Áhrif Covid-19 á eftirspurn eftir ferðalögum voru skyndileg og mikil, sem olli óvæntri niðursveiflu í hagnaði félagsins og bókunum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar sagði einnig að þar sem óljóst væri hvenær markaður notaðra bíla og hvenær fyrirtækið gæti aftur fengið tekjur hefði greiðslustöðvun verið það eina í stöðunni. Bílaleigubransi heimsins hefur átt erfitt uppdráttar síðan ferðatakmörkunum var komið á víða um heim vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Um tveir þriðju af tekjum bílaleiga koma frá starfsstöðvum þeirra á eða við flugvelli, sem nú eru mannfærri en oft áður. Þrátt fyrir að Hertz hafi sótt um greiðslustöðvun þýðir það ekki endilega að rekstri fyrirtækisins sé lokið. Í yfirlýsingu frá Hertz segir að ferlið muni veita fyrirtækinu „traustari fjárhagslegan grundvöll sem setur fyrirtækið í góða stöðu á meðan það vinnur sig í gegnum það sem gæti verið langt efnahagslegt bataskeið.“ Hertz hefur leigt fólki bíla í meira en 100 ár, eða frá 1918, og hefur því lifað af Kreppuna miklu, frost í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og fleira. Uppfært klukkan 09:22: Vegna fyrirspurna sem fréttastofu hafa borist er rétt að árétta að um er að ræða Hertz í Norður-Ameríku, en ekki á Íslandi.
Bandaríkin Bílaleigur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira