Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 15:29 Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í London. Getty/Holly Adams Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð. Bretland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð.
Bretland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira