Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2020 20:06 Eyjafjörður er sjókvíalaus, enn sem komið er. Vísir/Tryggvi Páll Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“ Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“
Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira