Körfubolti

Mark Cuban býst við því að úrslitakeppni NBA endi ekki fyrr en í ágúst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Cuban spáir því að NBA deildin byrji á ný í sumar.
Mark Cuban spáir því að NBA deildin byrji á ný í sumar. Getty/Roy Rochlin

Mark Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, segir að það sé ekki búið að aflýsa NBA-deildinni heldur aðeins búið að fresta leikjum á meðan menn ná tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar.

NBA-deildin hefur frestað öllum leikjum í NBA-deildinni um óákveðin tíma en kórónuveiran breiðist nú hratt út um Bandaríkin.

Það er mikil óvissa um framhaldið en einn litríkasti eigandinn í NBA deildinni er samt ekki búinn að afskrifa tímabilið enn.

Samkvæmt Mark Cuban þá er líklegt að NBA-deildin fari aftur af stað í sumar og úrslitakeppnin fari þá fram í júlí og ágúst.

Cuban sér fyrir sér að liðin spili sjö til átta deildarleiki til að koma sér í gang á nýjan leik en að úrslitakeppnin gæti síðan náð til enda ágústmánaðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×