Körfubolti

Annar stjörnuleikmaður Utah með kórónuveiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Donovan Mitchell er annar leikmaður Utah Jazz sem greinist með kórónuveiruna.
Donovan Mitchell er annar leikmaður Utah Jazz sem greinist með kórónuveiruna. vísir/getty

Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz, hefur greinst með kórónuveiruna. NBA-véfréttin Adrian Wojnarowski greinir frá þessu.

Mitchell er annar leikmaður Utah sem greinist með kórónuveiruna. Eftir að miðherjinn Rudy Gobert greindist með veiruna var ákveðið að fresta leik Utah og Oklahoma City Thunder í nótt. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að fresta öllum leikjum í NBA um óákveðinn tíma.

Gobert gerði lítið úr smithættunni vegna kórónuveirunnar á blaðamannafundi á dögunum. Þar lék hann sér að því að snerta alla hljóðnema á borðinu fyrir framan sig.

Samkvæmt heimildum Wojnarowski hagaði Gobert sér á svipaðan hátt í búningsklefa Utah þar sem hann lék sér að því að snerta samherja sína og eigur þeirra. Líklega kunna þeir honum litlar þakkir fyrir núna.

Leikmenn liðanna sem hafa aftur á móti mætt Utah Jazz síðustu daga þurfa allir að fara í sóttkví en það eru leikmenn Cleveland Cavaliers, New York Knicks, Boston Celtics, Detroit Pistons og Toronto Raptors.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×