Fyrsti sigur Palace síðan á annan í jólum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2020 16:56 Leikmenn Crystal Palace fagna með hetju dagsins, Patrick van Aanholt. vísir/getty Crystal Palace vann sinn fyrsta leik síðan á öðrum degi jóla í fyrra þegar liðið lagði Newcastle United að velli, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Patrick van Aanholt skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Valentino Lazaro, leikmaður Newcastle, var rekinn af velli í uppbótartíma fyrir að brjóta á Wilfried Zaha sem var sloppinn í gegn. FULL-TIME Crystal Palace 1-0 Newcastle Patrick van Aanholt's pinpoint free-kick secures all 3 points for the Eagles #CRYNEWpic.twitter.com/DMWrJeqqqo— Premier League (@premierleague) February 22, 2020 Með sigrinum komst Palace upp í 13. sæti deildarinnar. Newcastle, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 14. sætinu. Eftir tvö töp í röð sigraði Southampton Aston Villa, 2-0, á heimavelli. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 8. mínútu og Stuart Armstrong skoraði svo annað mark þeirra í uppbótartíma. Southampton er í 12. sæti deildarinnar en Villa í því sautjánda. Þá gerðu Sheffield United og Brighton 1-1 jafntefli á Bramall Lane. Enda Stevens kom Sheffield United yfir á 26. mínútu en Neal Maupay jafnaði fjórum mínútum síðar. Sheffield United er í 6. sæti deildarinnar en Brighton í því fimmtánda. Enski boltinn Tengdar fréttir Burnley upp í 8. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum Burnley er eitt heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 22. febrúar 2020 16:45 Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. febrúar 2020 14:15
Crystal Palace vann sinn fyrsta leik síðan á öðrum degi jóla í fyrra þegar liðið lagði Newcastle United að velli, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Patrick van Aanholt skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Valentino Lazaro, leikmaður Newcastle, var rekinn af velli í uppbótartíma fyrir að brjóta á Wilfried Zaha sem var sloppinn í gegn. FULL-TIME Crystal Palace 1-0 Newcastle Patrick van Aanholt's pinpoint free-kick secures all 3 points for the Eagles #CRYNEWpic.twitter.com/DMWrJeqqqo— Premier League (@premierleague) February 22, 2020 Með sigrinum komst Palace upp í 13. sæti deildarinnar. Newcastle, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 14. sætinu. Eftir tvö töp í röð sigraði Southampton Aston Villa, 2-0, á heimavelli. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 8. mínútu og Stuart Armstrong skoraði svo annað mark þeirra í uppbótartíma. Southampton er í 12. sæti deildarinnar en Villa í því sautjánda. Þá gerðu Sheffield United og Brighton 1-1 jafntefli á Bramall Lane. Enda Stevens kom Sheffield United yfir á 26. mínútu en Neal Maupay jafnaði fjórum mínútum síðar. Sheffield United er í 6. sæti deildarinnar en Brighton í því fimmtánda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Burnley upp í 8. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum Burnley er eitt heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 22. febrúar 2020 16:45 Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. febrúar 2020 14:15
Burnley upp í 8. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum Burnley er eitt heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 22. febrúar 2020 16:45
Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. febrúar 2020 14:15