Biður internet-veirusérfræðinga um að haga sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2020 16:57 Magnús Karl biður sjálfskipaða sérfræðinga í veirufræðum á internetinu um að slaka á og leyfa fagfólki að vinna vinnuna sína. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Hí og fyrrum forseti deildarinnar, biður alla þá internet-veirufræðinga sem alltaf viti hvert rétta svarið sé að staldra við eitt augnablik þegar komi að kórónuveirunni. Þetta segir Magnús Karl í pistli á Vísi og segir samfélag okkar standa frammi fyrir flóknu og vandasömu verkefni. Hann beinir orðum sínum til fólks sem hann kallar internet-veirufræðinga. Ýmsir hafa látið í ljós skoðanir sínar á aðgerðum almannavarnadeilda vegna kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir snerti á þessu á reglulegum upplýsingafundi með blaðamönnum í dag. Sagði að þegar hefði verið gripið til mikilla aðgerða og fullyrðingar um annað væri móðgun við þá sem starfi dag og nótt að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Samstaða, fagmennska, æðruleysi, kjarkur og dómgreind eru dæmi um eiginleika sem munu koma okkur gegnum þetta tímabundna en erfiða ástand,“ segir Magnús Karl. „Yfirvöld munu þurfa að taka ákvarðanir sem eru flóknar, það er að segja ákvarðanir þar sem ekki er beinlínis til eitt augljóst svar. Við munum eðli málsins samkvæmt ekki vita hvort ákvörðunin sé rétt á þeim tímapunkti sem hún er tekin.“ Magnús Karl biður þá sem alltaf vita hvert rétta svarið sé eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Vísar hann til Dunning-Kruger áhrifa sem eigi vel við núna. Hún snýr að þeirri hugsanavillu sem á við þegar þeir sem minnst vita telji sig best vita. „Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt góða dómgreind. Ég veit að þar höfum við geysilega gott fagfólk í broddi fylkingar.“ Hin svokölluðu Dunning-Kruger áhrif má sjá af grafinu hér að ofan. Vísar hann í myndina að ofan og telur fólkið í broddi fylkingar hér á landi liggja talsvert langt til hægri á kúrfunni. Fólk með mikla reynslu og sjálfstraust sömuleiðis. „Munum að rétt eins veirur sem smitast frá einum einstaklingi til annars, þá gera hugmyndir það líka. Við megum ekki við því að blanda saman hættulegum veirum við illa ígrundaðar hugmyndir frá fólki sem alltaf þykist best vita. Sýnum frekar okkur bestu hliðar.“ Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Hí og fyrrum forseti deildarinnar, biður alla þá internet-veirufræðinga sem alltaf viti hvert rétta svarið sé að staldra við eitt augnablik þegar komi að kórónuveirunni. Þetta segir Magnús Karl í pistli á Vísi og segir samfélag okkar standa frammi fyrir flóknu og vandasömu verkefni. Hann beinir orðum sínum til fólks sem hann kallar internet-veirufræðinga. Ýmsir hafa látið í ljós skoðanir sínar á aðgerðum almannavarnadeilda vegna kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir snerti á þessu á reglulegum upplýsingafundi með blaðamönnum í dag. Sagði að þegar hefði verið gripið til mikilla aðgerða og fullyrðingar um annað væri móðgun við þá sem starfi dag og nótt að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Samstaða, fagmennska, æðruleysi, kjarkur og dómgreind eru dæmi um eiginleika sem munu koma okkur gegnum þetta tímabundna en erfiða ástand,“ segir Magnús Karl. „Yfirvöld munu þurfa að taka ákvarðanir sem eru flóknar, það er að segja ákvarðanir þar sem ekki er beinlínis til eitt augljóst svar. Við munum eðli málsins samkvæmt ekki vita hvort ákvörðunin sé rétt á þeim tímapunkti sem hún er tekin.“ Magnús Karl biður þá sem alltaf vita hvert rétta svarið sé eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Vísar hann til Dunning-Kruger áhrifa sem eigi vel við núna. Hún snýr að þeirri hugsanavillu sem á við þegar þeir sem minnst vita telji sig best vita. „Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt góða dómgreind. Ég veit að þar höfum við geysilega gott fagfólk í broddi fylkingar.“ Hin svokölluðu Dunning-Kruger áhrif má sjá af grafinu hér að ofan. Vísar hann í myndina að ofan og telur fólkið í broddi fylkingar hér á landi liggja talsvert langt til hægri á kúrfunni. Fólk með mikla reynslu og sjálfstraust sömuleiðis. „Munum að rétt eins veirur sem smitast frá einum einstaklingi til annars, þá gera hugmyndir það líka. Við megum ekki við því að blanda saman hættulegum veirum við illa ígrundaðar hugmyndir frá fólki sem alltaf þykist best vita. Sýnum frekar okkur bestu hliðar.“
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira