Biður internet-veirusérfræðinga um að haga sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2020 16:57 Magnús Karl biður sjálfskipaða sérfræðinga í veirufræðum á internetinu um að slaka á og leyfa fagfólki að vinna vinnuna sína. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Hí og fyrrum forseti deildarinnar, biður alla þá internet-veirufræðinga sem alltaf viti hvert rétta svarið sé að staldra við eitt augnablik þegar komi að kórónuveirunni. Þetta segir Magnús Karl í pistli á Vísi og segir samfélag okkar standa frammi fyrir flóknu og vandasömu verkefni. Hann beinir orðum sínum til fólks sem hann kallar internet-veirufræðinga. Ýmsir hafa látið í ljós skoðanir sínar á aðgerðum almannavarnadeilda vegna kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir snerti á þessu á reglulegum upplýsingafundi með blaðamönnum í dag. Sagði að þegar hefði verið gripið til mikilla aðgerða og fullyrðingar um annað væri móðgun við þá sem starfi dag og nótt að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Samstaða, fagmennska, æðruleysi, kjarkur og dómgreind eru dæmi um eiginleika sem munu koma okkur gegnum þetta tímabundna en erfiða ástand,“ segir Magnús Karl. „Yfirvöld munu þurfa að taka ákvarðanir sem eru flóknar, það er að segja ákvarðanir þar sem ekki er beinlínis til eitt augljóst svar. Við munum eðli málsins samkvæmt ekki vita hvort ákvörðunin sé rétt á þeim tímapunkti sem hún er tekin.“ Magnús Karl biður þá sem alltaf vita hvert rétta svarið sé eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Vísar hann til Dunning-Kruger áhrifa sem eigi vel við núna. Hún snýr að þeirri hugsanavillu sem á við þegar þeir sem minnst vita telji sig best vita. „Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt góða dómgreind. Ég veit að þar höfum við geysilega gott fagfólk í broddi fylkingar.“ Hin svokölluðu Dunning-Kruger áhrif má sjá af grafinu hér að ofan. Vísar hann í myndina að ofan og telur fólkið í broddi fylkingar hér á landi liggja talsvert langt til hægri á kúrfunni. Fólk með mikla reynslu og sjálfstraust sömuleiðis. „Munum að rétt eins veirur sem smitast frá einum einstaklingi til annars, þá gera hugmyndir það líka. Við megum ekki við því að blanda saman hættulegum veirum við illa ígrundaðar hugmyndir frá fólki sem alltaf þykist best vita. Sýnum frekar okkur bestu hliðar.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Hí og fyrrum forseti deildarinnar, biður alla þá internet-veirufræðinga sem alltaf viti hvert rétta svarið sé að staldra við eitt augnablik þegar komi að kórónuveirunni. Þetta segir Magnús Karl í pistli á Vísi og segir samfélag okkar standa frammi fyrir flóknu og vandasömu verkefni. Hann beinir orðum sínum til fólks sem hann kallar internet-veirufræðinga. Ýmsir hafa látið í ljós skoðanir sínar á aðgerðum almannavarnadeilda vegna kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir snerti á þessu á reglulegum upplýsingafundi með blaðamönnum í dag. Sagði að þegar hefði verið gripið til mikilla aðgerða og fullyrðingar um annað væri móðgun við þá sem starfi dag og nótt að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Samstaða, fagmennska, æðruleysi, kjarkur og dómgreind eru dæmi um eiginleika sem munu koma okkur gegnum þetta tímabundna en erfiða ástand,“ segir Magnús Karl. „Yfirvöld munu þurfa að taka ákvarðanir sem eru flóknar, það er að segja ákvarðanir þar sem ekki er beinlínis til eitt augljóst svar. Við munum eðli málsins samkvæmt ekki vita hvort ákvörðunin sé rétt á þeim tímapunkti sem hún er tekin.“ Magnús Karl biður þá sem alltaf vita hvert rétta svarið sé eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Vísar hann til Dunning-Kruger áhrifa sem eigi vel við núna. Hún snýr að þeirri hugsanavillu sem á við þegar þeir sem minnst vita telji sig best vita. „Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt góða dómgreind. Ég veit að þar höfum við geysilega gott fagfólk í broddi fylkingar.“ Hin svokölluðu Dunning-Kruger áhrif má sjá af grafinu hér að ofan. Vísar hann í myndina að ofan og telur fólkið í broddi fylkingar hér á landi liggja talsvert langt til hægri á kúrfunni. Fólk með mikla reynslu og sjálfstraust sömuleiðis. „Munum að rétt eins veirur sem smitast frá einum einstaklingi til annars, þá gera hugmyndir það líka. Við megum ekki við því að blanda saman hættulegum veirum við illa ígrundaðar hugmyndir frá fólki sem alltaf þykist best vita. Sýnum frekar okkur bestu hliðar.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira