Biður internet-veirusérfræðinga um að haga sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2020 16:57 Magnús Karl biður sjálfskipaða sérfræðinga í veirufræðum á internetinu um að slaka á og leyfa fagfólki að vinna vinnuna sína. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Hí og fyrrum forseti deildarinnar, biður alla þá internet-veirufræðinga sem alltaf viti hvert rétta svarið sé að staldra við eitt augnablik þegar komi að kórónuveirunni. Þetta segir Magnús Karl í pistli á Vísi og segir samfélag okkar standa frammi fyrir flóknu og vandasömu verkefni. Hann beinir orðum sínum til fólks sem hann kallar internet-veirufræðinga. Ýmsir hafa látið í ljós skoðanir sínar á aðgerðum almannavarnadeilda vegna kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir snerti á þessu á reglulegum upplýsingafundi með blaðamönnum í dag. Sagði að þegar hefði verið gripið til mikilla aðgerða og fullyrðingar um annað væri móðgun við þá sem starfi dag og nótt að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Samstaða, fagmennska, æðruleysi, kjarkur og dómgreind eru dæmi um eiginleika sem munu koma okkur gegnum þetta tímabundna en erfiða ástand,“ segir Magnús Karl. „Yfirvöld munu þurfa að taka ákvarðanir sem eru flóknar, það er að segja ákvarðanir þar sem ekki er beinlínis til eitt augljóst svar. Við munum eðli málsins samkvæmt ekki vita hvort ákvörðunin sé rétt á þeim tímapunkti sem hún er tekin.“ Magnús Karl biður þá sem alltaf vita hvert rétta svarið sé eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Vísar hann til Dunning-Kruger áhrifa sem eigi vel við núna. Hún snýr að þeirri hugsanavillu sem á við þegar þeir sem minnst vita telji sig best vita. „Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt góða dómgreind. Ég veit að þar höfum við geysilega gott fagfólk í broddi fylkingar.“ Hin svokölluðu Dunning-Kruger áhrif má sjá af grafinu hér að ofan. Vísar hann í myndina að ofan og telur fólkið í broddi fylkingar hér á landi liggja talsvert langt til hægri á kúrfunni. Fólk með mikla reynslu og sjálfstraust sömuleiðis. „Munum að rétt eins veirur sem smitast frá einum einstaklingi til annars, þá gera hugmyndir það líka. Við megum ekki við því að blanda saman hættulegum veirum við illa ígrundaðar hugmyndir frá fólki sem alltaf þykist best vita. Sýnum frekar okkur bestu hliðar.“ Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Hí og fyrrum forseti deildarinnar, biður alla þá internet-veirufræðinga sem alltaf viti hvert rétta svarið sé að staldra við eitt augnablik þegar komi að kórónuveirunni. Þetta segir Magnús Karl í pistli á Vísi og segir samfélag okkar standa frammi fyrir flóknu og vandasömu verkefni. Hann beinir orðum sínum til fólks sem hann kallar internet-veirufræðinga. Ýmsir hafa látið í ljós skoðanir sínar á aðgerðum almannavarnadeilda vegna kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir snerti á þessu á reglulegum upplýsingafundi með blaðamönnum í dag. Sagði að þegar hefði verið gripið til mikilla aðgerða og fullyrðingar um annað væri móðgun við þá sem starfi dag og nótt að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Samstaða, fagmennska, æðruleysi, kjarkur og dómgreind eru dæmi um eiginleika sem munu koma okkur gegnum þetta tímabundna en erfiða ástand,“ segir Magnús Karl. „Yfirvöld munu þurfa að taka ákvarðanir sem eru flóknar, það er að segja ákvarðanir þar sem ekki er beinlínis til eitt augljóst svar. Við munum eðli málsins samkvæmt ekki vita hvort ákvörðunin sé rétt á þeim tímapunkti sem hún er tekin.“ Magnús Karl biður þá sem alltaf vita hvert rétta svarið sé eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Vísar hann til Dunning-Kruger áhrifa sem eigi vel við núna. Hún snýr að þeirri hugsanavillu sem á við þegar þeir sem minnst vita telji sig best vita. „Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt góða dómgreind. Ég veit að þar höfum við geysilega gott fagfólk í broddi fylkingar.“ Hin svokölluðu Dunning-Kruger áhrif má sjá af grafinu hér að ofan. Vísar hann í myndina að ofan og telur fólkið í broddi fylkingar hér á landi liggja talsvert langt til hægri á kúrfunni. Fólk með mikla reynslu og sjálfstraust sömuleiðis. „Munum að rétt eins veirur sem smitast frá einum einstaklingi til annars, þá gera hugmyndir það líka. Við megum ekki við því að blanda saman hættulegum veirum við illa ígrundaðar hugmyndir frá fólki sem alltaf þykist best vita. Sýnum frekar okkur bestu hliðar.“
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira