Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Útbreiðsla kórónuveirunnar og ákvörðun Bandaríkjastjórnar um þrjátíu daga ferðabann hefur haft gríðarlegar afleiðingar um allan heim.

Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um stöðuna bæði hér á landi og erlendis. Á annað hundrað hafa greinst með veiruna hér á landi.

Ljóst er að áhrifin á efnahagslífið verða afdrifarík og ekki hvað síst á ferðaþjónustuna en rætt verður meðal annars við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í beinni útsendingu. Strax að loknum fréttum fer fram borgarafundur í beinni útsendingu á Stöð 2.

Við heyrum einnig í íbúum í Grindavík í fréttatímanum sem fundu vel fyrir öflugum jarðskjálfta sem þar reið yfir í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×