Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 21:04 Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Mikil umræða hefur sprottið um slíkt úrræði hér á landi og má reikna með því að áætlanir þess efnis verði kynntar á næstunni ef marka má orð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Embætti ríkislögreglustjóra. „Við höfum sagt það í svolítinn tíma að samkomubann og takmarkanir á mannsöfnuðum með einum eða öðrum hætti sé öflugt tól. Við þurfum að beita því á réttum tíma, við erum búin að vera að smíða áætlanir, þær eru langt komnar og verða kynntar fljótlega.“ Snýst um að verja viðkvæma hópa Víðir minnir á að öll vinna almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að vernda einstaklinga sem eru í veikari á hópum, til að mynda eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þetta snýst um að verja þá og það sem við verðum að standa mestan vörð um til þess að geta veitt þeim þjónustu eru auðvitað gjörgæslur og Landspítalinn sem að við þurfum að verja sem mest. Þess vegna erum við að reyna að draga þennan faraldur sem mest á langinn til þess að þegar toppnum er náð þá verðum enn þá með getu til að veita almennilega heilbrigðisþjónustu.“ Telur að röng tímasetning myndi gera heilbrigðiskerfinu mjög erfitt fyrir Sitt sýnist hverjum um fyrirhugað samkomubann og hafa sumir viljað sjá það lagt á sem fyrst. Víðir ítrekar að það sé mikilvægt að gripið sé til slíks ráðs á hárréttum tíma. „Ef þú setur það of snemma og stoppar algjörlega hugsanlega útbreiðslu faraldursins þá höldum við því í hvað fjórar - átta vikur, eða hvað við þurfum að gera, og svo þegar við höldum að við séum bara orðin í góðum málum og tökum það af, þá fáum við einhverja toppa sem við ráðum ekki við.“ Víðir segir að vísindamenn séu ekki alveg sammála um það hvort að slík aðgerð skili alltaf skotheldum árangri. „Þetta fer að þyngjast, það er alveg ljóst. Þeim fjölgar tilfellunum hjá okkur, við erum tilbúin og við munum beita þessu þegar best lætur.“ Fylgjast vel með aðgerðum í Kína og Evrópu Hann bætir við að vissulega séu margar óvissuspurningar þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirunni. „Það sem gerir þetta erfitt er að við erum að fást við fyrirbæri sem er ekkert mjög mikil þekking á.“ Ekki sé um að ræða veiru sem hafi verið rannsökuð áratugum saman líkt og er með hefðbundnari inflúensu. „Þarna erum við með þessa veiru sem er tiltölulega ný. Þó við höfum einhverja reynslu frá 2003, þá erum við fyrst og fremst núna að rýna allt sem Kínverjarnir gerðu. Þeir eru að miðla til okkar mikið af upplýsingum, Sóttvarnarstofnun Evrópu er að miðla til okkar gögnum og við erum að beita þeim aðgerðum sem virðast vera að virka best.“ Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga Ríkisstjórnin mun á fundi sínum klukkan hálf níu í kvöld ræða frumvarp um heimild til að fresta gjalddögum. 12. mars 2020 20:45 Íslensk erfðagreining byrjuð að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Mikil umræða hefur sprottið um slíkt úrræði hér á landi og má reikna með því að áætlanir þess efnis verði kynntar á næstunni ef marka má orð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Embætti ríkislögreglustjóra. „Við höfum sagt það í svolítinn tíma að samkomubann og takmarkanir á mannsöfnuðum með einum eða öðrum hætti sé öflugt tól. Við þurfum að beita því á réttum tíma, við erum búin að vera að smíða áætlanir, þær eru langt komnar og verða kynntar fljótlega.“ Snýst um að verja viðkvæma hópa Víðir minnir á að öll vinna almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að vernda einstaklinga sem eru í veikari á hópum, til að mynda eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þetta snýst um að verja þá og það sem við verðum að standa mestan vörð um til þess að geta veitt þeim þjónustu eru auðvitað gjörgæslur og Landspítalinn sem að við þurfum að verja sem mest. Þess vegna erum við að reyna að draga þennan faraldur sem mest á langinn til þess að þegar toppnum er náð þá verðum enn þá með getu til að veita almennilega heilbrigðisþjónustu.“ Telur að röng tímasetning myndi gera heilbrigðiskerfinu mjög erfitt fyrir Sitt sýnist hverjum um fyrirhugað samkomubann og hafa sumir viljað sjá það lagt á sem fyrst. Víðir ítrekar að það sé mikilvægt að gripið sé til slíks ráðs á hárréttum tíma. „Ef þú setur það of snemma og stoppar algjörlega hugsanlega útbreiðslu faraldursins þá höldum við því í hvað fjórar - átta vikur, eða hvað við þurfum að gera, og svo þegar við höldum að við séum bara orðin í góðum málum og tökum það af, þá fáum við einhverja toppa sem við ráðum ekki við.“ Víðir segir að vísindamenn séu ekki alveg sammála um það hvort að slík aðgerð skili alltaf skotheldum árangri. „Þetta fer að þyngjast, það er alveg ljóst. Þeim fjölgar tilfellunum hjá okkur, við erum tilbúin og við munum beita þessu þegar best lætur.“ Fylgjast vel með aðgerðum í Kína og Evrópu Hann bætir við að vissulega séu margar óvissuspurningar þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirunni. „Það sem gerir þetta erfitt er að við erum að fást við fyrirbæri sem er ekkert mjög mikil þekking á.“ Ekki sé um að ræða veiru sem hafi verið rannsökuð áratugum saman líkt og er með hefðbundnari inflúensu. „Þarna erum við með þessa veiru sem er tiltölulega ný. Þó við höfum einhverja reynslu frá 2003, þá erum við fyrst og fremst núna að rýna allt sem Kínverjarnir gerðu. Þeir eru að miðla til okkar mikið af upplýsingum, Sóttvarnarstofnun Evrópu er að miðla til okkar gögnum og við erum að beita þeim aðgerðum sem virðast vera að virka best.“
Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga Ríkisstjórnin mun á fundi sínum klukkan hálf níu í kvöld ræða frumvarp um heimild til að fresta gjalddögum. 12. mars 2020 20:45 Íslensk erfðagreining byrjuð að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga Ríkisstjórnin mun á fundi sínum klukkan hálf níu í kvöld ræða frumvarp um heimild til að fresta gjalddögum. 12. mars 2020 20:45
Íslensk erfðagreining byrjuð að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53