Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 23:15 Frystivara selst einna mest á óvissutímum sem þessum. Myndiner tekin í Bónus í Skeifunni í kvöld. Vísir/Sunna Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Sjá meira
Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna
Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Sjá meira
Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06
Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent