Innlent

Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hús Adólfs Sigurgeirssonar hvarf undir hraun snemma í Heimaeyjargosinu 1973. Sonurinn Kjartan var þá 8 ára gamall. Núna búa þeir í Grindavík.
Hús Adólfs Sigurgeirssonar hvarf undir hraun snemma í Heimaeyjargosinu 1973. Sonurinn Kjartan var þá 8 ára gamall. Núna búa þeir í Grindavík. Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson.

Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík eftir gos ræða þá tilhugsun í þættinum Um land allt á Stöð 2 að þurfa kannski aftur að flýja eldgos, og jafnvel að missa heimili sitt undir hraun í annað sinn í ævinni. 

47 árum eftir Heimaeyjargosið rifja fimm Eyjamenn í Grindavík upp náttúruhamfarirnar sem neyddu þá til að yfirgefa átthaga sína í skyndi. Áður óbirtar myndir Ingvars Friðleifssonar jarðfræðings frá fyrstu dögum gossins eru sýndar. 

Eyjamennirnir eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. Þann 27. janúar síðastliðinn héldu Almannavarnir fund með íbúum Grindavíkur eftir að lýst hafði verið yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu og landriss við fjallið Þorbjörn og mögulegrar kvikusöfnunar þar undir. 

Hér má sjá kaflann úr þættinum þar sem þessi möguleiki er ræddur:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×