Lífið

Þáttastjórnendur nutu sín án áhorfenda

Samúel Karl Ólason skrifar
Það var gaman hjá stjórnendum kvöldþáttanna, þrátt fyria að áhorfendum hafi verið meinað að fylgjast með.
Það var gaman hjá stjórnendum kvöldþáttanna, þrátt fyria að áhorfendum hafi verið meinað að fylgjast með.

Útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefur haft sífellt meiri áhrif á samfélög út um allan heim. Í gær hafði hún veruleg áhrif á spjallþætti Bandaríkjanna en forsvarsmenn þáttanna hafa tekið þá ákvörðun að meina áhorfendum aðgang að upptöku þeirra.

Úr urðu frekar óhefðbundnir og óformlegir spjallþættir.

Seth Meyers. Closer look við óhefðbundnar kringumstæður. Þar voru engir áhorfendur en ekki heldur neinir gestir. Þeir afboðuðu komu sína og því var þátturinn ekki tekinn upp. Meyers tók þó upp eitt innslag sem búið var að skrifa og hann gat gert einn.

Trevor Noah flutti meðal annars lag til heiðurs gesta þáttarins, sem voru ekki til staðar að þessu sinni. Hann grínaðist auðvitað einnig.

Jimmy Kimmel er upptekinn við að taka upp þætti af Who Wants To Be a Millionare. Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Pete Buttigieg tók sig til og stýrði þættinum, án áhorfenda. Hann fékk þó til sín þá Patrick Stewart og Tony Hale.

Stephen Colbert var sömuleiðis án áhorfenda en fékk til sín lækninn Sanjay Gupta. Þátturinn hans var með óformlegra sniði en gengur og gerist.

Þáttur Jimmy Fallon var einnig án áhorfenda. Hann fékk þó til sín gesti og þátturinn var með hefðbundnu sniði að mestu leyti.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.