Ekki bjartsýni að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa 7. febrúar 2020 23:15 Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43
Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00