Apple sektað fyrir að hægja á símum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 23:38 Apple segir það hafa verið nauðsynlegt að hægja á símum þegar rafhlaðan fór að eldast. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði. Apple Frakkland Tækni Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði.
Apple Frakkland Tækni Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira